Erkifjendur á eftir Branthwaite - Atlético á eftir Greenwood - Tekur Potter við Man Utd?
   sun 28. september 2025 15:06
Brynjar Ingi Erluson
England: Aston Villa skoraði þrjú í fyrsta sigrinum
Ollie Watkins skoraði og átti stóran þátt í þriðja markinu
Ollie Watkins skoraði og átti stóran þátt í þriðja markinu
Mynd: EPA
Aston Villa 3 - 1 Fulham
0-1 Raul Jimenez ('3 )
1-1 Ollie Watkins ('37 )
2-1 John McGinn ('49 )
3-1 Emiliano Buendia ('51 )

Aston Villa vann langþráðan 3-1 sigur á Fulham í 6. umferð ensku úrvalsdeildarinnar á Villa Park í dag.

Villa-menn höfðu verið í mestu vandræðum í byrjun leiktíðar og aðeins skorað eitt mark í fimm leikjum.

Það hefur sárvantað drápseðlið fram á við og liðið einhvern veginn staðnað, en það mátt samt sjá vott af því sem við sáum á síðustu leiktíð í leiknum í dag.

Að vísu byrjaði þetta ekkert frábærlega fyrir Villa sem lenti undir á 3. mínútu er Raul Jimenez skallaði boltanum í fjærhornið eftir hornspyrnu.

Ollie Watkins, sem hefur verið ískaldur á tímabilinu eins og allir framherjar Villa, komst loksins á blað. Lucas Digne átti hnitmiðaðan langan bolta yfir vörn Fulham og fyrir Watkins sem lyfti boltanum hátt yfir Bernd Leno í markinu. Mikill léttir fyrir Englendinginn.

Í síðari hálfleiknum tók skoski miðjumaðurinn John McGinn forystuna fyrir Villa með frábæru skoti fyrir utan teig, alveg upp við stöng. Óverjandi fyrir Leno í markinu.

Villa menn héldu áfram að leika Fulham grátt. Watkins fékk boltann vinstra megin í teignum, kom honum inn á miðjan teiginn, þar sem hann skoppaði af Morgan Rogers og til Emi Buendia sem gulltryggði Villa fyrsta sigur tímabilsins.

Aston Villa hoppar upp í 16. sæti með 6 stig en Fulham er í 10. sæti með 8 stig.
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Liverpool 6 5 0 1 12 7 +5 15
2 Crystal Palace 6 3 3 0 8 3 +5 12
3 Tottenham 6 3 2 1 11 4 +7 11
4 Sunderland 6 3 2 1 7 4 +3 11
5 Bournemouth 6 3 2 1 8 7 +1 11
6 Man City 6 3 1 2 14 6 +8 10
7 Arsenal 5 3 1 1 10 2 +8 10
8 Chelsea 6 2 2 2 11 8 +3 8
9 Brighton 6 2 2 2 9 9 0 8
10 Fulham 6 2 2 2 7 8 -1 8
11 Leeds 6 2 2 2 6 9 -3 8
12 Everton 5 2 1 2 6 5 +1 7
13 Brentford 6 2 1 3 9 11 -2 7
14 Man Utd 6 2 1 3 7 11 -4 7
15 Newcastle 5 1 3 1 3 3 0 6
16 Aston Villa 6 1 3 2 4 6 -2 6
17 Nott. Forest 6 1 2 3 5 10 -5 5
18 Burnley 6 1 1 4 6 13 -7 4
19 West Ham 5 1 0 4 5 13 -8 3
20 Wolves 6 0 1 5 4 13 -9 1
Athugasemdir
banner