Erkifjendur á eftir Branthwaite - Atlético á eftir Greenwood - Tekur Potter við Man Utd?
banner
   sun 28. september 2025 11:00
Brynjar Ingi Erluson
Liverpool og Man Utd berjast um Branthwaite - Greenwood til Atlético?
Powerade
Jarrad Branthwaite er eftirsóttur
Jarrad Branthwaite er eftirsóttur
Mynd: EPA
Mason Greenwood er metinn á 65 milljónir punda
Mason Greenwood er metinn á 65 milljónir punda
Mynd: EPA
Powerade-slúðurpakki dagsins er veglegur á þessum ágæta sunnudegi en Liverpool og Man Utd koma nokkrum sinnum fyrir að þessu sinni.

Liverpool og Manchester United munu berjast um enska miðvörðinn Jarrad Branthwaite (23), sem er á mála hjá Everton, en hann er metinn á 65 milljónir punda. (Mirror)

Man Utd er að undirbúa óvænt tilboð í Conor Gallagher (25), miðjumann Atlético Madríd. (Express)

Atlético Madríd er með auga á Mason Greenwood (23), framherja Marseille. Franska félagið vill fá 65 milljónir punda fyrir Englendinginn. (Fichajes)

AC Milan hefur áfram áhuga á Joe Gomez (28), varnarmanni Liverpool og íhugar að leggja fram nýtt tilboð í janúar. (Calciomercato)

Chelsea heldur í vonina um að það geti haft betur gegn Real Madrid í baráttunni um Nico Paz (21), miðjumann Como á Ítalíu. (Caught Offside)

Liverpool er að skoða það að fá franska miðvörðinn Dayot Upamecano (26) á frjálsri sölu frá Bayern München á næsta ári. (Christian Falk)

Jose Mourinho, nýr þjálfari Benfica í Portúga, vill fá Karim Benzema (37), framherja Al Ittihad. (Marca)

Tottenham gæti kallað enska vængmanninn Mikey Moore (18) til baka úr láni frá Rangers í janúar. (Football Insider)

Chelsea er að undirbúa tilboð í ítalska miðjumanninn Manuel Locatelli (27), sem er á mála hjá Juventus. Newcastle, Aston Villa, West Ham og Bayer Leverkusen eru einnig áhugasöm. (Caught Offside)

Man Utd er að íhuga að fá Graham Potter til að taka við af Ruben Amorim. Potter var rekinn frá West Ham í gær og þá situr Amorim í heitu sæti eftir slaka byrjun á tímabilinu. (Fichajes)

Sunderland mun íhuga að selja enska varnarmanninn Dennis Cirkin (23) í janúar. Samningur hans rennur út eftir tímabilið. (TBR)
Athugasemdir
banner