Aston Villa horfir til Sunderland - Real Madrid ætlar að fá Konate - Anderson ekki til sölu
   sun 28. september 2025 06:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Sveindís án sigurs í siðustu fjórum leikjum
Kvenaboltinn
Mynd: EPA
Sveindís Jane Jónsdóttir var í byrjunarliði Angel City í tapi gegn Racin Louisville í bandarísku deildinni í nótt.

Sveindís átti tilraun undir lok fyrri hálfleiks sem var varin. Staðan var markalaus í hálfleik en eina mark leiksins kom eftir rúmlega klukkutíma leik.

Angel City er í 11. sæti með 24 stig eftir 22 umferðir. Liðið hefur aðeins nælt í eitt stig úr síðustu fjórum leikjum.

Sveindís hefur spilað níu leiki í deildinni, skorað eitt mark og lagt upp eitt.
Athugasemdir
banner
banner