Erkifjendur á eftir Branthwaite - Atlético á eftir Greenwood - Tekur Potter við Man Utd?
   sun 28. september 2025 13:54
Brynjar Ingi Erluson
Skotmark Juventus og Tottenham að framlengja við Milan
Mynd: EPA
Enski miðvörðurinn Fikayo Tomori er í viðræðum við AC Milan um nýjan samning en þetta segir Fabrizio Romano á X í dag.

Tomori er 27 ára gamall uppalinn Chelsea-maður en hann gekk í raðir Milan árið 2021 þar sem hann hefur fundið sig vel í vörninni og er talinn með þeim allra bestu í deildinni.

Englendingurinn var orðaður við Juventus og Tottenham í sumar, en sagði sjálfur frá því í ágúst að hann væri ánægður hjá Milan.

Romano segir að Milan vilji alls ekki missa Englendinginn úr sínum röðum og hafi nú hafið viðræður við leikmanninn um framlengingu á samningnum.

Tomori, sem var í liði ársins í Seríu A þegar liðið vann deildina tímabilið 2021-2022, á 5 A-landsleiki með Englandi og var í U20 ára landsliðinu sem vann HM árið 2017.
Athugasemdir