Aston Villa horfir til Sunderland - Real Madrid ætlar að fá Konate - Anderson ekki til sölu
   lau 27. september 2025 22:46
Jóhann Þór Hólmgrímsson
„Mbeumo er ekki með stjórn á boltanum af því það var togað í hann"
Mynd: EPA
Man Utd tapaði þriðja leiknum sínum í úrvalsdeildinni á tímabilinu þegar liðið beið lægri hlut gegn Brentford í dag.

Igor Thiago skoraði fyrstu tvö mörk Brentford en Benjamin Sesko minnkaði muninn. Bruno Fernandes gat jafnað metin þegar United fékk vítaspyrrnu þegar Nathan Collins braut á Bryan Mbeumo í teignum. Collins fékk gult spjald en Ruben Amorim taldi að hann hefði átt að fá rautt spjald.

Mathias Jensen innsiglaði sigur Brentford í uppbótatíma

„Dómarinn sagði við mig að Mbeumo hafi ekki verið með stjórn á boltanum. Ég tel að hann sé ekki með stjórn á boltanum því það var togað í hann. Þetta er niðurstaðan og ég vil ekki einbeita mér að dómaranum," sagði Amorim.

„Vítið breytti leiknum og við náðum aldrei að halda ró okkarr. Við náðum aldrei að halda boltanum almennilega og stjórna leiknum svo við töpuðum."

„Við þurfum að vinna í mörgum þáttum en mitt helsta áhyggjuefni er að við náðum ekki að halda ró okkar, klikkuðum á mörgum fyrirgjöfum og þjáðumst í skyndisóknum," sagði Amorim að lokum.
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Liverpool 6 5 0 1 12 7 +5 15
2 Crystal Palace 6 3 3 0 8 3 +5 12
3 Tottenham 6 3 2 1 11 4 +7 11
4 Sunderland 6 3 2 1 7 4 +3 11
5 Bournemouth 6 3 2 1 8 7 +1 11
6 Man City 6 3 1 2 14 6 +8 10
7 Arsenal 5 3 1 1 10 2 +8 10
8 Chelsea 6 2 2 2 11 8 +3 8
9 Fulham 5 2 2 1 6 5 +1 8
10 Brighton 6 2 2 2 9 9 0 8
11 Leeds 6 2 2 2 6 9 -3 8
12 Everton 5 2 1 2 6 5 +1 7
13 Brentford 6 2 1 3 9 11 -2 7
14 Man Utd 6 2 1 3 7 11 -4 7
15 Newcastle 5 1 3 1 3 3 0 6
16 Nott. Forest 6 1 2 3 5 10 -5 5
17 Burnley 6 1 1 4 6 13 -7 4
18 Aston Villa 5 0 3 2 1 5 -4 3
19 West Ham 5 1 0 4 5 13 -8 3
20 Wolves 6 0 1 5 4 13 -9 1
Athugasemdir
banner