Tottenham hefur farið ágætlega af stað í úrvalsdeildinni en liðið var heppið að ná í stig gegn Wolves í gær. Þetta var fyrsta stig Wolves á tímabilinu.
Joao Palhinha skoraði jöfnunarmarkið í blálokin eftir að Santiago Bueno hafði komið Wolves yfir eftir mistök hjá Guglielmo Vicario.
Joao Palhinha skoraði jöfnunarmarkið í blálokin eftir að Santiago Bueno hafði komið Wolves yfir eftir mistök hjá Guglielmo Vicario.
„Ég er alls ekki sáttur. Svona leik eigum við klárlega að vinna, sérstaklega á heimavelli. Við áttum frábæran fyrri hálfleik en þetta var ekki góður seinni hálfleik," sagði Palhinha.
„Við vorum að flýta okkur of mikið og þegar þú ert að tapa gegn svona liði verður þú að leggja hart að þér. Við vissum að þetta yrði ekki auðvelt, við erum ekki sáttir því það er nauðsynlegt að vinna svona leiki."
Athugasemdir