Chelsea hefur aðeins unnið einn af síðustu fimm leikjum sínum í öllum keppnum eftir tap gegn Brighton í gær.
Enzo Fernandez kom Chelsea yfir í fyrri hálfleik en Trevoh Chalobah fékk að líta rauða spjaldið snemma í seinni hálfleik. Brighton gekk á lagið og vann að lokum 3-1.
Enzo Fernandez kom Chelsea yfir í fyrri hálfleik en Trevoh Chalobah fékk að líta rauða spjaldið snemma í seinni hálfleik. Brighton gekk á lagið og vann að lokum 3-1.
„Við getum ekki haldið áfram að gera mistök. Þetta eru mistök sem breyta leikjum. Skilaboðin inn í klefa voru skýr: Við getum ekki haldið áfram að gefa gjafir, sama á móti hvað liði það er," sagði Maresca.
„Við þurfum að læra og það hratt. Þetta getur verið blanda af reynsluleysi og einföldum mistökum. Við höfum fengið rautt spjald í síðustu tveimur leikjum og allt breyttist."
Athugasemdir