
Sandra María Jessen skoraði tvö mörk annan leikinn í röð með þýska liðinu Köln sem vann Warbeyen, 6-0, í 32-liða úrslitum bikarsins í dag.
Akureyringurinn opnaði markareikninginn með liðinu í síðustu umferð deildarinnar og gerði það með stæl með því að skora tvö mörk og hélt hún uppteknum hætti í dag.
Hún skoraði tvö mörk með sautján mínútna millibili í síðari hálfleiknum til að gulltryggja sigurinn.
Ingibjörg Sigurðardóttir kom inn af bekknum hjá Freiburg sem vann Hannover, 4-0 og það gerði Emelía Kiær Ásgeirsdóttir líka er Leipzig slátraði Andernach, 7-0, á útivelli.
Hlín Eiríksdóttir var í byrjunarliði Leicester sem laut í lægra haldi fyrir Tottenham, 2-1, í WSL-deildinni á Englandi. Leicester er í 8. sæti með 3 stig.
Athugasemdir