Aston Villa horfir til Sunderland - Real Madrid ætlar að fá Konate - Anderson ekki til sölu
   sun 28. september 2025 06:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Blanc rekinn eftir tap gegn Al-Nassr
Mynd: Fótbolti.net
Laurent Blanc hefur verið rekinn sem stjóri sádi arabíska félagsins Al-Ittihad í kjölfar 2-0 taps gegn Al-Nassr þar sem Cristiano Ronaldo og Sadio Mane skoruðu mörkin.

Blanc tók við liðinu í júlí í fyrra og stýrði liðinu til sigurs í deildinni og í bikarnum.

Hann er 59 ára Frakki og er fyrrum leikmaður Barcelona, Inter og Man Utd svo eitthvað sé nefnt. Hann hefur stýrt franska landsliðinu, PSG og Lyon á sínum þjálfaraferli.

Al-Ittihad er í leit að nýjum stjóra.
Athugasemdir
banner