Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   mið 28. október 2020 17:49
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Aukaspyrnumark Gylfa mark dagsins
Mynd: Getty Images
Enska úrvalsdeildin velur á hverjum degi mark dagsins á Twitter reikningi sínum.

Í dag er það Gylfi Þór Sigurðsson mark dagsins en farið er aftur til ársins 2014 þegar Gylfi spilaði með Swansea.

Markið skoraði Gylfi beint úr aukaspyrnu í leik gegn Aston Villa, en Gylfi er mikill spyrnusérfræðingur eins og allir Íslendingar ættu að kannast við.

Hér að neðan má sjá markið.

Gylfi, sem er 31 árs yfirgaf Swansea sumarið 2017 og gekk í raðir Everton fyrir metfé.


Athugasemdir
banner
banner
banner