Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   mið 28. október 2020 12:45
Elvar Geir Magnússon
Fundir framundan hjá KSÍ - „Staðan auðvitað ekki góð"
Guðni Bergsson, formaður KSÍ.
Guðni Bergsson, formaður KSÍ.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir sagði við Vísi í dag að fátt annað væri í stöðunni en að herða veiruaðgerðir hér á landi. Eins og staðan sé í dag séum við „á brúninni“ með að missa tökin á faraldrinum.

KSÍ hafði ráðgert að Íslandsmótið í fótbolta færi aftur á fulla ferð í komandi mánuði og yrði þá klárað. Vonast hafði verið eftir afléttingu á aðgerðum í næstu viku en allt bendir til þess að svo verði ekki.

Fótbolti.net hafði samband við Guðna Bergsson, formann KSÍ, og spurði út í stöðu mála eftir nýjustu fréttir.

„Staðan er auðvitað ekki góð fyrir samfélagið okkar í heild sinni. Þar af leiðandi ekki fyrir fótboltann og okkar mótahald. Við erum að fara að funda í dag með mótanefnd og svo í stjórninni á morgun. Við förum yfir stöðuna í ljósi aðstæðna og þeirra reglna sem verða kynntar á næstunni," segir Guðni.

KSÍ hefur ekki fengið að vita hverjar hugmyndir stjórnvalda eru varðandi íþróttalífið.

„Nei við höfum ekki fengið upplýsingar um það," segir Guðni. „Hljóðið er ekki gott í sóttvarnalækni en við fylgjumst grannt með fréttum fyrir helgina og sjáum hvenær þessar reglur verða kynntar. Við tökum ákvörðun um leið og við erum í stakk búin til þess, þegar betur verður komið í ljós hernig aðgerðirnar verða. Núna vitum við ekki fyrir víst hversu langar aðgerðirnar eru áætlaðar og til hvaða sviða samfélagsins þær munu ná."
Athugasemdir
banner
banner
banner