Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mið 28. október 2020 20:38
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Var Greenwood réttstæður? - „Er ekki viss um að þeir viti það"
Mason Greenwood.
Mason Greenwood.
Mynd: Getty Images
Staðan er 1-0 fyrir Manchester United en það var Íslandsvinurinn Mason Greenwood sem skoraði markið.

Greenwood kláraði afskaplega vel eftir sendingu frá Paul Pogba. Hans fyrsta mark í Meistaradeildinni en þessi 19 ára gamli leikmaður er næst yngsti leikmaður í sögu Man Utd til að skora í Meistaradeildinni. Aðeins Wayne Rooney var yngri.

Það var gríðarlega tæpt hvort Greenwood hefði verið rangstæður í markinu.

Guðmundur Benediktsson, sem lýsir leiknum á Stöð 2 Sport, var sannfærður um að markið yrði dæmt af. VAR hefur dæmt mörg mörk af í ensku úrvalsdeildinni vegna tæprar rangstöðu.

Markið fékk hins vegar að standa. „Það er eins og þeir meti það þannig að höndin eða öxlin á Upamecano geri hann réttstæðan. Ég veit það ekki... og ég er ekki viss um að þeir viti það," sagði Gummi Ben í útsendingunni frá leiknum.

Hér að neðan má sjá mynd.


Athugasemdir
banner
banner
banner