Man Utd borgar Sporting bætur - Rafael Leao orðaður við Barcelona - Kerkez á blaði Liverpool
   mán 28. október 2024 19:15
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Kroos: Skil ekki einstaklingsverðlaun í fótbolta
Mynd: Getty Images

Það er mikil reiði í herbúðum Real Madrid þar sem það lak út að Rodri verður valinn besti leikmaður heims en það verður staðfest síðar í kvöld.


Vinicius Junior, leikmaður Real Madrid, var í harðri baráttu við hann um nafnbótina og af mörgum var hann talinn líklegastur til að hreppa verðlaunin.

Toni Kroos, fyrrum leikmaður Real Madrid, er einnig tilnefndur en hann er ekki hrifinn af einstaklingsverðlaunum í fótbolta.

„Rodri vinnur Ballon d'Or. Ég hef aldrei skilið mikilvægi einstaklingsverðlauna í fótbolta, þau eiga ekki heima hérna," sagði Kroos.

Kroos lagði skóna á hilluna eftir að hafa hjálpað Þýskalandi að komast í átta liða úrslit á EM í heimalandinu í sumar.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner