Liverpool skoðar Davies - City fer á markaðinn - Man Utd vill Gutierrez - Bruno og Garnacho ekki öruggir - Fleiri orðaðir frá United
banner
   mán 28. október 2024 14:25
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Því lekið að Rodri vinnur Ballon d'Or - Flugi Real Madrid aflýst
Rodri vinnur Ballon d'Or.
Rodri vinnur Ballon d'Or.
Mynd: EPA
Því hefur núna verið lekið að Rodri, miðjumaður Manchester City og spænska landsliðsins, muni hampa Ballon d'Or verðlaununum í kvöld.

Ballon d'Or verðlaunin eru veitt besta fótboltamanni í heimi ár hvert.

Þetta er frekar óvænt þar sem Vinicius Junior, kantmaður Real Madrid og brasilíska landsliðsins, hefur þótt líklegastur síðustu vikur.

En það er ekki annað hægt að segja en að Rodri sé vel að þessu kominn. Hann var besti leikmaður Englandsmeistaraliðs Man City og besti leikmaður Evrópumeistara Spánar.

Það er talið að Vinicius hafi tekið þessum fréttum afar illa og muni ekki mæta á hátíðina í kvöld. Florentina Perez, forseti Real Madrid, er einnig brjálaður og aflýsti flugi sínu til Parísar.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner