Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   lau 28. nóvember 2020 22:44
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Fer Ísak í janúar? - Til félags þar sem hann fær tækifæri
Ísak á æfingu hjá U21 landsliðinu.
Ísak á æfingu hjá U21 landsliðinu.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Hinn 17 ára gamli Ísak Bergmann Jóhannesson er eftirsóttur af stærstu félögum Evrópu.

Hann hefur verið orðaður við Liverpool, Manchester United, Juventus og Real Madrid svo eitthvað sé nefnt.

Hinn sautján ára gamli Ísak hefur vakið gríðarlega athygli með Norrköping í Svíþjóð en hann spilaði sinn fyrsta landsleik með íslenska landsliðinu í síðustu viku.

Ísak er sagður kosta tíu milljónir punda en í grein ítalska fjölmiðilsins Calciomercato segir að hann verði að öllum líkindum seldur í janúar.

Þar segir einnig að hann sé ekki að fara neitt út af peningum, Ísak muni fara til félags sem gefi honum tækifæri til að spila fótbolta í aðalliði eins og hann er að gera núna.

„Til þess að verða eins góður og átrúnaðargoð hans, De Bruyne, þá þarf hann traust. Juventus er varað við því," segir í grein Calciomercato.
Athugasemdir
banner