lau 28. nóvember 2020 19:33
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Þýskaland: Gladbach knúði fram sigur gegn botnliði Schalke
Thuram var á skotskónum.
Thuram var á skotskónum.
Mynd: Getty Images
Borussia M. 4 - 1 Schalke 04
1-0 Florian Neuhaus ('15 )
1-1 Benito Raman ('20 )
2-1 Oscar Wendt ('36 )
3-1 Marcus Thuram ('52 )
4-1 Hannes Wolf ('80 )

Borussia Mönchengladbach vann flottan heimasigur gegn Schalke í síðasta leik dagsins í þýsku úrvalsdeildinni.

Gladbach tók forystuna eftir 15 mínútna leik þegar Florian Neuhaus skoraði, en Schalke náði að svara því fimm mínútum síðar. Benito Raman jafnaði metin.

Svíinn Oscar Wendt sá hins vegar til þess að Gladbach fór með 2-1 forystu inn í hálfleikinn. Í seinni hálfleiknum gengu Marcus Thuram og Hannes Wolf frá leiknum fyrir heimamenn.

Lokatölur 4-1 fyrir Gladbach, sem er að eiga fína byrjun á tímabilinu - bæði heima fyrir og í Meistaradeildinni. Liðið er í sjöunda sæti þýsku úrvalsdeildarinnar með 15 stig, þremur stigum frá fjórða sætinu. Schalke er á botni deildarinnar með aðeins þrjú stig eftir níu leiki.

Önnur úrslit:
Þýskaland: Dortmund tapaði gegn Köln
Athugasemdir
banner