Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
banner
   mán 28. nóvember 2022 15:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Blómstraði í nýrri stöðu og tvöfaldaði heildarmarkafjölda sinn á ferlinum
Berglind er 27 ára og er án félags sem stendur
Berglind er 27 ára og er án félags sem stendur
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Lætur vaða!
Lætur vaða!
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Fyrri helmingur tímabilsins var í bæði skiptin erfiðari en seinni helmingurinn, bæði velgengni og erfiðleikar. Ég fékk að spila marga leiki og þjálfarinn og allt í kring hjálpaði mér og ég er mjög glöð með þennan tíma," sagði Berglind Rós Ágústsdóttir sem hefur yfirgefið sænska félagið Örebro eftir tvö tímabil hjá félaginu.

Sjá einnig:
Berglind tekur ákvörðun á næstu vikum - „Það er bara fifty-fifty"
Púsluspil að vera í fjarnámi í hjúkrun

Örebro endaði í níunda sæti deildarinnar í ár og áttunda sæti árið áður. Berglind lék alla deildarleiki liðsins bæði tímabilin.

Fyrri hluta tímabilsins í ár vann liðið sex leiki og tapaði níu. Eftir sumarfríið vann liðið sex leiki, tapaði þremur og gerði tvö jafntefli. Fyrra tímabilið var svipað, liðið vann þrjá leiki fyrir sumarfrí, gerði tvö jafntefli og tapaði sjö. Eftir frí vann liðið svo sex leiki, tapaði þremur og gerði eitt jafntefli.

Er einhver sérstök ástæða fyrir þessari bætingu?

„Ég breytti um stöðu í liðinu og við fórum að spila betur, fundum hvað okkur fannst best og höfðum meira gaman af þessu. Við fundum hversu mikið okkur langaði til að vinna og gera okkar besta. Allar í liðinu, þjálfarateymið og allir í kringum liðið höfðu trú og það varð allt mjög jákvætt."

Seinni hluta tímabilsins 2022 færðist Berglind framar á völlinn, fór að spila fremst á vellinum og skoraði fimm mörk fyrir liðið. Áður hafði hún spilað sem djúp á miðju eða sem miðvörður. Líður henni betur fremst?

„Mér líður mjög vel þar, þetta er öðruvísi gleði sem ég fæ úr því að vera þarna uppi að bæði að hjálpa liðinu að skora og skora sjálf. Það er önnur gleði en að vera verjast."

„Ég er alls ekki vön því að skora mörk, ég held ég hafi skorað þrjú mörk áður en ég fór út á öllum meistaraflokksferlinum. Það er mjög gaman að skora og að búa til mörk. Það er æðislegt að geta hjálpað liðinu."


Berglind er skráð með þrjú deildarmörk með Fylki og eitt með Val og hefur því rúmlega tvöfaldað heildarmarkafjölda sinn á ferlinum.

Hún á að baki fjóra A-landsleiki en hefur ekki verið valin í rúmlega ár. Hún var spurð út í landsliðið í viðtalinu.

„Maður er alltaf að stefna á það, það er auðvitað erfitt en það er alltaf markmiðið og stefnan," sagði Berglind. Viðtalið í heild sinni má sjá hér að neðan.
Athugasemdir
banner