Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   mið 15. desember 2021 11:18
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Púsluspil að vera í fjarnámi í hjúkrun - Betri en Cessa í sænsku
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Berglind Rós Ágústsdóttir var að klára sitt fyrsta ár í atvinnumennsku. Hún fór frá Fylki eftir tímabilið 2020 og samdi við Örebro í Svíþjóð. Hún var í viðtali í gær spurð út í atvinnumennskuna.

Nærðu að lifa af fótboltanum eða þarftu að gera eitthvað annað meðfram því?

„Ég er núna í skóla og í fótbolta. Þetta er erfitt með skólann þar sem ég er í hjúkrun, það er smá púsluspil. Ég myndi segja að ég sé bara fín, gæti alveg verið í vinnu en ég hef það bara fínt," sagði Berglind sem er að einbeita sér að því að læra sænsku.

„Ég skil hana eitthvað en það er aðeins annað að tala málið. Mér finnst mjög gaman að heyra þær tala, þá skil ég og mun læra málið betur. Ég heyrði að Hlín, sem er í Piteå, talar reiprennandi sænsku. Ég þarf aðeins að bæta í."

Hvor er betri í sænsku, þú eða Cecilía? „Ég myndi segja ég, við erum mjög fínar báðar en erum minna að tala heldur en að hlusta."

Berglind er í fjarnámi frá Íslandi í hjúkrun. „Ég er í fjarnámi frá HA, þetta var svolítið púsluspil, var á öðru ári og átti eina önn eftir þegar ég fer út. Það má víst ekki taka neitt á öðru ári frá útlöndum. Ég vissi það ekki og þurfti að taka mér pásu. Núna er ég að byrja aftur og fæ að taka verklega áður en ég fer út. Á þriðja ári þarf að koma í ljós hvað ég geri," sagði Berglind.

Viðtalið má sjá hér að neðan.
Berglind Rós: Ó guð, nei, ég bjóst alls ekki við þessu
Athugasemdir
banner
banner
banner