Kane, Rashford, Osimhen, Guehi og Alonso eru meðal þeirra sem koma við sögu í slúðrinu
banner
   þri 28. nóvember 2023 19:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Anton Ari bað Kjartan afsökunar - „Veit að hann var ekki að reyna þetta"
Kjartan í leiknum gegn Blikum
Kjartan í leiknum gegn Blikum
Mynd: Fótbolti.net - J.L.

Kjartan Kári Halldórsson gekk alfarið til liðs við FH í dag eftir að hafa verið á láni hjá félaginu síðasta sumar frá Haugesund.


Hann ræddi við Fótbolta.net um síðasta tímabil en hann varð fyrir slæmum meiðslum í leik gegn Breiðabliki í Kópavogsvelli þar sem hann rotaðist eftir samstuð við Anton Ara Einarsson markvörð Blika.

„Mig minnir að það var Finnur sem sendir boltann innfyrir og ég ætla að taka boltann en svo kemur Anton á blindu hliðina á mér og síðan man ég ekki neitt. Ég steinrotast, þetta er bara partur af fótbolta," sagði Kjartan Kári.

„Ég horfði á þetta aftur þegar ég var kominn upp á spítala. Þetta var rosalegt."

Kári fékk góðar móttökur frá Blikum daginn eftir atvikið.

„Hann sendi á mig daginn eftir svo fór ég með öll teppin sem ég fékk breidd yfir mig til Blikana og hitti þá alla og hann baðst afsökunar, hann er góður maður ég veit að hann var ekki að reyna þetta," sagði Kjartan Kári.

Kjartan sagði undir lokin að hann væri byrjaður að æfa á fullu hjá FH en gerir æfingar fyrir hálsinn þar sem hann finnur enn fyrir eymslum eftir atvikið.


Kjartan Kári sér ekki eftir neinu: Ég allavega reyndi
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner