Kane, Rashford, Osimhen, Guehi og Alonso eru meðal þeirra sem koma við sögu í slúðrinu
   þri 28. nóvember 2023 20:16
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Carvajal tilbúinn að taka á sig launalækkun: Allt of margir leikir
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Dani Carvajal er ekki sáttur með álagið sem lagt er á leikmenn en hann vill fækka leikjum á tímabilinu.


Real mætir Napoli í Meistaradeildinni á morgun en Thibaut Courtois, Kepa Arrizabalaga, Éder Militão, Eduardo Camavinga, Aurélien Tchouaméni, Luka Modric, Vinícius Júnior og Arda Güler eru fjarverandi vegna meiðsla.

Margir telja að álagið hafi mikið að segja um það.

„Fyrir toppleikmenn hjá toppfélögum er fyrirkomulagið mjög krefjandi. Með nýja HM félagsliða fáum við ekki sumarfrí. Ég er sammála Ancelotti og öðrum sem hafa sagt að þetta séu of margir leikir. Öll þessi meiðsli eru ekki tilviljun," sagði Carvajal.

„Leikmennirnir eru þeir sem spila og það er erfitt að ná samkomulagi við alla. Þetta er flókið en sannleikurinn er sá að það er mikið um meiðsli og ég held að mikið af þeim sé út af fyrirkomulaginu."

Carvajal segist tilbúinn til að taka á sig launalækkun ef færri leikir yrðu spilaðir.

„Margir segja 'af hverju taka þeir erkki á sig launalækkun?'. Við höfum ekki sagt að við myndum ekki gera það. Ef við þyrftum að fá minni laun og spila færri leiki yrði það ekki vandamál. Maður sér að leikmenn eru ekki upp á sitt besta og gæðin falla í leikjum, það er raunveruleikinn," sagði Carvajal.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner