Eddie Howe stjóri Newcastle segir að sínir menn verði að vera hugaðir í kvöld og taka áhættur þegar þeir mæta Paris St-Germain í Meistaradeildinni. Newcastle verði að leika til sigurs.
Newcastle vann magnaðan 4-1 sigur á PSG í byrjun október en síðan sá leikur fór fram hefur meiðslalisti enska liðsins lengst mikið. Tveir tapleikir í röð gegn Borussia Dortmund gera það að verkum að Newcastle er í botnsæti F-riðils.
Tap Newcastle í París í kvöld myndi þýða að liðið er úr leik.
Newcastle vann magnaðan 4-1 sigur á PSG í byrjun október en síðan sá leikur fór fram hefur meiðslalisti enska liðsins lengst mikið. Tveir tapleikir í röð gegn Borussia Dortmund gera það að verkum að Newcastle er í botnsæti F-riðils.
Tap Newcastle í París í kvöld myndi þýða að liðið er úr leik.
„Við þurfum að taka áhættur. Það verða allir leikmenn að vera klárir í slaginn og tilbúnir að gefa frá sér þá orku sem þarf til að við innum þennan leik. Við munum gefa allt í þetta,“ segir Howe.
„Við erum ekki í þeirri stöðu sem við viljum vera í en þetta er stór stund á okkar tímabili. Það gæti ekki verið meira í húfi. Mér er illa við að tapa og það drífur mann áfram.“
Dortmund er í efsta sæti riðilsins með 7 stig. PSG er með 6, AC Milan 5 og Newcastle 4. Tvö efstu liðin komast áfram í útsláttarkeppni Meistaradeildarinnar en tvær umferðir eru eftir af riðlakeppninni.
Athugasemdir