Kane, Rashford, Osimhen, Guehi og Alonso eru meðal þeirra sem koma við sögu í slúðrinu
   þri 28. nóvember 2023 07:30
Brynjar Ingi Erluson
Skrifar undir atvinnumannasamning í mars - Vill bara spila fyrir Milan
Francesco Camarda
Francesco Camarda
Mynd: Getty Images
Hinn 15 ára gamli Francesco Camarda mun skrifa undir sinn fyrsta atvinnumannasamning við Milan í mars, þegar hann fagnar 16 ára afmæli sínu.

Camarda varð á dögunum yngstur til að spila í Seríu A er hann kom inn á í 1-0 sigri Milan á Fiorentina.

Ítalinn er talinn einn efnilegasti framherj heims og hefur hann verið að raða inn mörkum með unglinga- og varaliði félagsins á þessu tímabili.

Þá hefur hann slegið nokkur markamet í yngri flokkum Milan og greinilega mikið í hann spunnið.

Camarda mun skrifa undir sinn fyrsta atvinnumannasamning við Milan í mars þegar hann fagnar 16 ára afmæli sínu, en Borussia Dortmund og fjölmörg úrvalsdeildarlið á Englandi hafa sýnt honum áhuga.

Áhuginn heillar ekki þennan unga og efnilega leikmann sem vill aðeins spila með Milan.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner