Joao Pedro í forgangi hjá Liverpool - Man Utd setur verðmiða á Rashford - Real Madrid missir vonina gagnvart Davies
banner
   fim 28. nóvember 2024 14:30
Brynjar Ingi Erluson
Bellingham um klúður Mbappe: Þetta getur gerst
Mynd: Getty Images
Enski leikmaðurinn Jude Bellingham var vonsvikinn með frammistöðu Real Madrid í 2-0 tapinu gegn Liverpool á Anfield í gær og að nú verði liðið að vinna síðustu þrjá leikina í deildarkeppni Meistaradeildarinnar.

Liverpool var betra á öllum sviðum fótboltans í gær og hafði verðskuldaðan sigur.

Real Madrid er nú í þeirri stöðu að liðið er með sex stig og alls ekki öruggt um að liðið komist áfram í útsláttarkeppnina.

„Í allri hreinskilni þá tókst Liverpool að ná stjórn á leiknum frá fyrstu mínútu. Við náðum aldrei að gera sem mest úr þeim köflum þar sem við héldum í boltann. Þeir voru miklu meira til í þetta en við og það eru mjög mikil vonbrigði.“

„Þetta eru slæm úrslit gegn heitasta og besta liði Evrópu í augnablikinu. Við erum vonsviknir með hvernig við spiluðum og nú er mikilvægt fyrir okkur að vinna næstu þrjá leiki og gefa okkur tækifæri á því að komast áfram.“


Caoimhin Kelleher, markvörður Liverpool, varði vítaspyrnu frá Kylian Mbappe er Liverpool var 1-0 yfir, en Bellingham segir vítaspyrnuklúðrið ekki vera ástæðan fyrir því að liðið tapaði leiknum.

„Þetta getur gerst. Hann er magnaður leikmaður, en pressan er rosaleg á honum því hann er svo góður. Vítaspyrnan er ekki ástæðan fyrir tapinu. Þeir spiluðu betur en við og ég veit að hann mun búa til mörg augnablik sem munu reynast stór fyrir félagið,“ sagði hann í lokin.
Athugasemdir
banner
banner
banner