Madueke og Gyökeres til Arsenal - Kudus til Tottenham - Chelsea þarf að selja
Halli: Er ekkert í þessu til að hefna fyrir eitt né neitt
Halli Hróðmars: Orðið ansi þungt leik eftir leik
Úlfur Ágúst: Ég reyndi og sem betur fer fór hann inn
Jökull: Við vorum líklegri og sköpuðum betri færi
Heimir Guðjóns: Vítið sem Stjarnan fékk var rangur dómur
„Ekki búin að því og ég veit ekki hvort maður muni gera það"
Svaf ekki mikið - „Þurfum að nota þetta sem spark í rassinn"
Sár, svekkt og leið - „Ég er ekki sú ferskasta núna"
„Þetta er ekki upplifun sem ég hef fengið áður"
Steini: Ég er með samning áfram
Guðrún: Mikið af knúsum og ekki mikið af orðum
Cecilía: Leiðinlegt að hafa ekki gert meira fyrir þau
Karólína Lea: Það er langt síðan ég hef grenjað svona
Magnað viðtal við Glódísi - „Mun aldrei fyrirgefa mér það"
Ingibjörg meyr: Við ætlum að fokking vinna Noreg
Dagný: Ég hefði viljað ná að brjóta
Haddi: Ég skil ekki af hverju allir efast um Viðar
Ívar Örn: Það fer okkur mjög vel að spila hér í Laugardalnum
Grímsi: Vonandi er stíflan brostin sem ég er búinn að vera að glíma við
Óskar Hrafn: Ekkert grín að vera með þrjá fullvaxta karlmenn sem fá að faðma þig
   fim 28. nóvember 2024 16:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Sá leikjahæsti framlengdi við Völsung - „Ákvað að hætta því leikriti núna"
Lengjudeildin
Bjarki í baráttunni í sumar.
Bjarki í baráttunni í sumar.
Mynd: Helgi Þór Gunnarsson
'Þetta eru allt Völsungar'
'Þetta eru allt Völsungar'
Mynd: Fótbolti.net - Sæbjörn Steinke
„Nei, ég held nú ekki eftir gengi síðasta tímabils, það kveikti aðeins í manni aftur. Ég er búinn að segjast ætla hætta síðustu fjögur ár en ákvað að hætta því leikriti núna og vera bara með frá byrjun," sagði Bjarki Baldvinsson við Fótbolta.net eftir að hafa skrifað undir áframhaldandi samning við Völsung í gær.

Bjarki er langleikjahæsti leikmaður í sögu Völsungs, næstur á eftir honum er þjálfarinn Aðalsteinn Jóhann Friðriksson.

„Þetta er gaman og þegar gengur vel þá er ennþá skemmtilegra. Ég held þetta verði gott sumar hjá okkur. Það hefur líka alveg helling að segja að Elfar Árni er kominn heim. Við spiluðum saman upp alla yngri flokkana og þetta gefur auka „boost". Það er frábært að fá hann. Ég ætla ekki að neita því að ég hef reynt að fá hann í Völsung, við erum bestu vinir."

Hversu stórt er þetta fyrir Völsung?

„Ég held þetta breyti öllu. Hann er búinn að gera þetta í öll þessi ár í efstu deild, ég er viss um að hann á eftir að lyfta öllu upp."

Seturðu kröfu á hann að fylla upp í öll mörkin sem Jakob Gunnar skilur eftir sig?

„Ekki kannski öll mörkin, en ég held að hann gefi okkur margt sem Jakob hafði ekki. Það væri mjög ósanngjarnt að krefja hann um að fylla alveg upp í þau mörk."

Völsungur kynnti Elfar Árna Aðalsteinsson sem nýjan leikmann í gær, þjálfarinn framlengdi sinn samning og Bjarki skrifaði undir ásamt Arnari Pálma Kristjánssyni og Rafnari Mána Gunnarssyni.

„Það er algjörlega nauðsynlegt að halda Arnari og Rafnari sem eru búnir að bera þetta uppi síðustu ár ásamt fleirum. Það er mjög gott, þetta eru allt Völsungar - Húsvíkingar. Það er spennandi sumar framundan," sagði Bjarki að lokum. Völsungur fór upp úr 2. deild í sumar og verður í Lengjudeildinni næsta sumar.
Athugasemdir