Ekitike áþjáður í að fara til Liverpool og hefur farið fram á sölu - Wissa vill frekar fara til Tottenham en Newcastle
Venni: Ég ætla nú ekkert að saka mína menn um að vera lélegir
„Ef það eru leikmenn sem vilja koma í Leikni að þá er allt í lagi að hringja í okkur"
Halli Hróðmars svekktur: Ef það gýs í Snæfellsjökli þá er Grindavík lokað
Ásgeir Frank: Við vonandi f***** lærum af þessu
Amin grét eftir leik: Klikkuð tilfinning og ég gat ekki endað þetta betur
Arnar Grétars: Tekur alltaf einhvern tíma að stimpla eitthvað inn
„Hversu sætt er það að Amin Cosic skori úrslitamarkið í síðasta leiknum sínum og komi okkur á toppinn"
Haraldur Freyr: Skiptingar í heimsklassa
Bjarni Jó: Það voru æðri völd í landinu sem tóku þá ákvörðun
Siggi Höskulds: Kannski hentaði okkur betur að tempóið færi úr leiknum
Hemmi Hreiðars: Þeir lágu í vellinum og töfðu
Aron Elí svekktur með jafnteflið: Afhverju að hætta?
Maggi: Ekki gott, skulum vona að það sé eitthvað minna
Rúnar Kristins: Hann fór með sjúkrabíl í hálfleik
Pablo: Vissum að þetta met var í boði og við vildum slá það
Nikolaj Hansen: Allir vita að ég elska Víking
Danni Hafsteins: Þeir gáfust bara upp eftir fyrri hálfleikinn
Sölvi Geir: Gaman að slá met og skrifa sig í sögubækurnar
Brynjar ræðir hlutverk sitt hjá Víkingi - „Þetta hefur verið góð reynsla"
"Hart barist og mikið hlaupið"
   fim 28. nóvember 2024 16:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Sá leikjahæsti framlengdi við Völsung - „Ákvað að hætta því leikriti núna"
Lengjudeildin
Bjarki í baráttunni í sumar.
Bjarki í baráttunni í sumar.
Mynd: Helgi Þór Gunnarsson
'Þetta eru allt Völsungar'
'Þetta eru allt Völsungar'
Mynd: Fótbolti.net - Sæbjörn Steinke
„Nei, ég held nú ekki eftir gengi síðasta tímabils, það kveikti aðeins í manni aftur. Ég er búinn að segjast ætla hætta síðustu fjögur ár en ákvað að hætta því leikriti núna og vera bara með frá byrjun," sagði Bjarki Baldvinsson við Fótbolta.net eftir að hafa skrifað undir áframhaldandi samning við Völsung í gær.

Bjarki er langleikjahæsti leikmaður í sögu Völsungs, næstur á eftir honum er þjálfarinn Aðalsteinn Jóhann Friðriksson.

„Þetta er gaman og þegar gengur vel þá er ennþá skemmtilegra. Ég held þetta verði gott sumar hjá okkur. Það hefur líka alveg helling að segja að Elfar Árni er kominn heim. Við spiluðum saman upp alla yngri flokkana og þetta gefur auka „boost". Það er frábært að fá hann. Ég ætla ekki að neita því að ég hef reynt að fá hann í Völsung, við erum bestu vinir."

Hversu stórt er þetta fyrir Völsung?

„Ég held þetta breyti öllu. Hann er búinn að gera þetta í öll þessi ár í efstu deild, ég er viss um að hann á eftir að lyfta öllu upp."

Seturðu kröfu á hann að fylla upp í öll mörkin sem Jakob Gunnar skilur eftir sig?

„Ekki kannski öll mörkin, en ég held að hann gefi okkur margt sem Jakob hafði ekki. Það væri mjög ósanngjarnt að krefja hann um að fylla alveg upp í þau mörk."

Völsungur kynnti Elfar Árna Aðalsteinsson sem nýjan leikmann í gær, þjálfarinn framlengdi sinn samning og Bjarki skrifaði undir ásamt Arnari Pálma Kristjánssyni og Rafnari Mána Gunnarssyni.

„Það er algjörlega nauðsynlegt að halda Arnari og Rafnari sem eru búnir að bera þetta uppi síðustu ár ásamt fleirum. Það er mjög gott, þetta eru allt Völsungar - Húsvíkingar. Það er spennandi sumar framundan," sagði Bjarki að lokum. Völsungur fór upp úr 2. deild í sumar og verður í Lengjudeildinni næsta sumar.
Athugasemdir
banner