Tottenham vill McTominay - Napoli reynir við Mainoo í janúar - Villa í viðræðum við Rogers um nýjan samning
Hlín Eiríks: Kíktum í balletkennslu í gær í staðinn fyrir æfingu
Steini: Hún er bara orðin gömul og þreytt
Thelma Karen: Gærdagurinn eitt mesta bull sem ég hef lent í á ævinni
Emilía Kiær: Geggjaður bónus að geta fengið sitt fyrsta landsliðsmark
Birnir Snær: Það er alvöru framleiðsla í Garðabænum
Sjáðu það helsta úr ítalska: Napoli fór á toppinn og Albert skoraði
Sjáðu það helsta úr spænska: Real Madrid vann El Clasico
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
Heimir setur titlasöfnun til hliðar: Núna er að búa til eitthvað
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
Túfa um Val: Miðað við allt sem ég er búinn að gera á ég þetta ekki skilið
Aron Sig stendur við ummæli sín: Sjá allir að við erum að fara taka yfir
Elmar Atli sár og svekktur: Að taka þessa ákvörðun í þessari stöðu er óskiljanlegt
Var afskaplega drjúgur fyrir KR í úrslitaleikjunum
banner
   fim 28. nóvember 2024 16:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Sá leikjahæsti framlengdi við Völsung - „Ákvað að hætta því leikriti núna"
Lengjudeildin
Bjarki í baráttunni í sumar.
Bjarki í baráttunni í sumar.
Mynd: Helgi Þór Gunnarsson
'Þetta eru allt Völsungar'
'Þetta eru allt Völsungar'
Mynd: Fótbolti.net - Sæbjörn Steinke
„Nei, ég held nú ekki eftir gengi síðasta tímabils, það kveikti aðeins í manni aftur. Ég er búinn að segjast ætla hætta síðustu fjögur ár en ákvað að hætta því leikriti núna og vera bara með frá byrjun," sagði Bjarki Baldvinsson við Fótbolta.net eftir að hafa skrifað undir áframhaldandi samning við Völsung í gær.

Bjarki er langleikjahæsti leikmaður í sögu Völsungs, næstur á eftir honum er þjálfarinn Aðalsteinn Jóhann Friðriksson.

„Þetta er gaman og þegar gengur vel þá er ennþá skemmtilegra. Ég held þetta verði gott sumar hjá okkur. Það hefur líka alveg helling að segja að Elfar Árni er kominn heim. Við spiluðum saman upp alla yngri flokkana og þetta gefur auka „boost". Það er frábært að fá hann. Ég ætla ekki að neita því að ég hef reynt að fá hann í Völsung, við erum bestu vinir."

Hversu stórt er þetta fyrir Völsung?

„Ég held þetta breyti öllu. Hann er búinn að gera þetta í öll þessi ár í efstu deild, ég er viss um að hann á eftir að lyfta öllu upp."

Seturðu kröfu á hann að fylla upp í öll mörkin sem Jakob Gunnar skilur eftir sig?

„Ekki kannski öll mörkin, en ég held að hann gefi okkur margt sem Jakob hafði ekki. Það væri mjög ósanngjarnt að krefja hann um að fylla alveg upp í þau mörk."

Völsungur kynnti Elfar Árna Aðalsteinsson sem nýjan leikmann í gær, þjálfarinn framlengdi sinn samning og Bjarki skrifaði undir ásamt Arnari Pálma Kristjánssyni og Rafnari Mána Gunnarssyni.

„Það er algjörlega nauðsynlegt að halda Arnari og Rafnari sem eru búnir að bera þetta uppi síðustu ár ásamt fleirum. Það er mjög gott, þetta eru allt Völsungar - Húsvíkingar. Það er spennandi sumar framundan," sagði Bjarki að lokum. Völsungur fór upp úr 2. deild í sumar og verður í Lengjudeildinni næsta sumar.
Athugasemdir
banner