Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   sun 29. janúar 2023 17:12
Ívan Guðjón Baldursson
Spánn: Saúl tryggði Atletico dýrmætan sigur
Mynd: Getty Images
Larin með kanadíska landsliðinu á HM.
Larin með kanadíska landsliðinu á HM.
Mynd: EPA

Fyrstu tveimur leikjum dagsins er lokið í spænska boltanum þar sem Atletico Madrid heimsótti spútnik lið tímabilsins, Osasuna.


Atletico var betra liðið í lokuðum fyrri hálfleik en síðari hálfleikurinn var talsvert líflegri þar sem bæði lið fengu góð færi.

Hvorugu liði tókst þó að skora þar til Saul Niguez setti boltann í netið á 74. mínútu eftir frábært hlaup innfyrir vörnina og fullkomna sendingu frá Rodrigo De Paul.

Þetta reyndist eina mark leiksins og er Atletico búið að bæta stöðu sína umtalsvert í fjórða sætinu, sem er jafnframt síðasta sætið til að veita þátttökurétt í Meistaradeild Evrópu.

Osasuna 0 - 1 Atletico Madrid
0-1 Saúl Niguez ('74)

Fyrri leikur dagsins fór fram í Valladolid þar sem heimamenn tóku á móti Valencia og úr varð jafn leikur.

Það voru heimamenn sem höfðu betur að lokum þökk sé sigurmarki Cyle Larin á lokamínútunum.

Þetta er mikilvægur sigur í fallbaráttunni þar sem Valladolid er núna búið að jafna Valencia á stigum. Liðin eru með 20 stig, þremur stigum fyrir ofan fallsvæðið.

Real Valladolid 1 - 0 Valencia
1-0 Cyle Larin ('90)


Athugasemdir
banner
banner
banner