Barcelona vill Díaz frá Liverpool - Úlfarnir skoða markverði - City til í að hlusta á tilboð í Grealish
   fim 29. febrúar 2024 08:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Ronaldo settur í bann fyrir óviðeigandi framkomu í garð stuðningsmanna
Mynd: EPA

Cristiano Ronaldo hefur fengið eins leiks bann og rúmlega sex þúsund punda sekt fyrir óviðeigandi framkomu í garð stuðningsmanna Al Shabab.


Ronaldo skoraði eitt mark í 3-2 sigri Al-Nassr á Al-Shabab í sádí arabísku deildinni um helgina.

Stuðningsmenn Al-Shabab sungu nafn Lionel Messi sem fór illa í Ronaldo og sýndi hann óviðeigandi viðbrögð í átt að stuðningsmönnum sem fór illa í sádí arabíska sambandið.

„Manneskja sem veldur spennu hjá almenningi með gjörningi, orðum eða látbragði á meðan á leik stendur fær eins leiks bann og borga 10 þúsund riyals í sekt," segir í dómnum.

Hann mun þurfa að borga 10 þúsund riyals (sádí arabískur gjaldmiðill) eða rúmlega sex þúsund pund til sambandsins og 10 þúsund riyals til viðbótar til Al-Shabab.

Hann neitar ásökunum og Al-Nassr mun ekki áfrýja svo liðið mun þurfa að undirbúa næstu viðureign án hans.

„Ég ber virðingu fyrir öllum félögum. Þetta augnablik sýnir styrk og sigri og er ekki til skammar, við erum vön þessu í Evrópu, ég legg áherslu á það," sagði Ronaldo.


Athugasemdir
banner
banner
banner