Man City leiðir kapphlaupið um Musiala - Man Utd hefur áhuga á Toney - Arsenal endurskoðar áætlanir
banner
   fim 29. febrúar 2024 08:30
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Vill eindregið halda eftirsóttum Inzaghi
Mynd: Getty Images

Simone Inzaghi stjóri Inter hefur verið að gera frábæra hluti með liðið í deildinni en liðið er á toppnum með 12 stiga forystu á Juventus.


Giuseppe Marotta framkvæmdastjóri Inter vill eindregið halda stjóranum.

„Við elskum Simone og auðvitað viljum við að hann verði áfram, við viljum hefja samningsviðræður á réttum tímapunkti. Samningurinn hans rennur út árið 2025 en hann er ánægður hérna og við erum ánægðir með hann," sagði Marotta.

„Ég er mjög ánægður hjá Inter. Nýr samningur? Það er ekki vandamál. Mér liður vel hjá þessu félagi, með stjórnina og auðvitað leikmennina. Það eina sem ég hugsa um er okkar frammistaða," sagði Inzaghi um málið.

Inter vann fyrri leikinn gegn Atletico Madrid í 16 liða úrslitum Meistaradeildarinnar og vann ítalska ofurbikarinn en féll úr leik í 16 liða úrslitum bikarsins gegn Bologna.

Mörg félög verða í stjóraleit á næstu leiktíð og talað er um að Inzaghi sé á óskalista margra félaga.


Athugasemdir
banner
banner
banner