Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   sun 29. mars 2020 07:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Hvað eru Hvít-Rússar að spá?
Mynd: Raggi Óla
Enn er leikinn knattspyrna í Hvíta-Rússlandi og er það eina land Evrópu sem enn hefur ekki frestað leikjum vegna kórónaveirunnar. Hvít-Rússar eru ein fárra þjóða í heiminum sem enn er að spila bolta og var fjölmennt á nágrannaslag Minsk félaganna í gær.

Yfirvöld í Hvíta-Rússlandi hafa sagt fólki í landinu að örvænta ekki vegna veirunnar og mætir fólk enn á leiki. Fyrr í mánuðinum sagði yfirmaður knattspyrnusambandsins þar í landi að mótið skyldi halda áfram.

„Af hverju ættum við ekki að byrja tímabilið? Hefur verið lýst yfir neyðarástandi?" sagði Vladimir Bazanov.

3000 manns sáu FC Minsk vinna nágranna sína í Dinamo Minsk, 3-2. Nokkrir í stúkunni voru með andlitsgrímur en flestir voru lítið að spá í því og komu til þess að njóta leiksins.

Áhorfendur sem mættu voru hitamældir við komuna á leikvanginn. Aleksandr Lukasheno, forseti Hvíta-Rússlands segir fólki að halda áfram að lifa lífinu og segir einnig að mikið magn af vodka og vinna í sveitum geti hjálpað til að berjast við veiruna.

Við þetta má bæta að Willum Þór Willumsson skoraði eina mark BATE í gær í 2-1 tapi liðsins. Tvær umferðir eru búnar af deildinni.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner