banner
   fös 30. apríl 2021 10:15
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Spá þjálfara og fyrirliða í Lengjudeildina: 6. sæti
6. sæti: Vestri
Lengjudeildin
Vestra er spáð um miðja deild.
Vestra er spáð um miðja deild.
Mynd: Haukur Gunnarsson
Sammi formaður og Heiðar Birnir.
Sammi formaður og Heiðar Birnir.
Mynd: Vestri
Elmar Atli Garðarsson.
Elmar Atli Garðarsson.
Mynd: Fótbolti.net - Jónína Guðjörg Guðbjartsdóttir
Pétur Bjarnason.
Pétur Bjarnason.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Luke Rae í leik með Tindastól á síðustu leiktíð.
Luke Rae í leik með Tindastól á síðustu leiktíð.
Mynd: Óli Arnar Brynjarsson
Fótbolti.net kynnir liðin sem leika í Lengjudeildinni í sumar eitt af öðru eftir því hvar þeim er spáð. Við fengum alla fyrirliða og þjálfara í deildinni til að spá fyrir sumarið og fengu liðin stig frá 1-11 eftir því en ekki var hægt að spá fyrir sínu eigin liði.

Spáin:
1. ?
2. ?
3. ?
4. ?
5. ?
6. Vestri, 124 stig
7. Kórdrengir, 122 stig
8. Þór, 116 stig
9. Afturelding, 67 stig
10. Selfoss, 63 stig
11. Þróttur R, 55 stig
12. Víkingur Ó, 43 stig

6. Vestri
Vestramenn gerðu vel í fyrra eftir að hafa komist upp úr 2. deild árið áður. Vestri hafnaði að lokum í sjöunda sæti deildarinnar. Í staðinn fyrir að horfa niður, þá er horft upp töfluna. Draumurinn hjá Vestra er að félagið komist upp í efstu deild í ár.

Þjálfarinn: Heiðar Birnir Torleifsson tók við stjórn liðsins af Bjarna Jóhannssyni eftir síðustu leiktíð. Heiðar Birnir er uppalinn Ísfirðingur og þekkir liðið eftir að hafa starfað sem aðstoðarmaður Bjarna Jó. Hann hefur mikla reynslu af barna- og unglingaþjálfun. Hann hefur verið yfirþjálfari Coerver Coaching hér á landi en starfið hjá Vestra verður hans annað aðalþjálfarastarf í meistaraflokki. Heiðar þjálfaði B71 í Færeyjum 2019.

Álit séfræðings
Eiður Ben Eiríksson, Rafn Markús Vilbergsson og Úlfur Blandon eru sérfræðingar Fótbolta.net fyrir Lengjudeildina í ár. Úlfur gefur sitt álit á liði Vestra.

„Það er engum blöðum um það að fletta að lið Vestra ætla sér stærri hluti en að vera að berjast í neðri hluta deildarinnar á þessu tímabili. Þegar flett er upp orðinu metnaður í almennum upplýsingaritum kemur fram útskýringin að sjálfsögðu, en svo kemur líka mynd af Samúel Samúelssyni við hliðina. Þrautsegjan, eljan og krafturinn í kringum liðið undanfarin ár er aðdáunarverður og ljóst að menn vilja komast miklu nær Pepsi Max-deildarsætinu en þessi spá gerir ráð fyrir."

„Lið Vestra í ár er gríðarlega vel mannað og valinn maður í hverju rúmi. Þeir eru búnir að sanka að sér góðum leikmönnum héðan og þaðan og ljóst að markið er sett hátt í ár. Á pappír lítur liðið einstaklega vel út, þar sem gæði og ferilskrá leikmanna er með allra besta móti. Hinsvegar er það svo, eins og allir knattpurnuáhugamenn vita að fótbolti er liðsíþrótt og það þurfa allir að róa í sömu átt svo að útkomman verði eins og vilji stendur til.
Það eru mörg spurningamerki í kringum Vestra liðið. Liðið er til að mynda með frekar óreyndan þjálfara í Heiðari Birni, liðið varð fyrir gífurlegu áfalli nýlega þegar Friðrik Hjaltason, einn af þeirra dáðustu drengjum meiddist illa, og og þá er nýr markvörður með liðinu í ár sem óvíst er hvernig á eftir að standa sig í sumar. Það að missa Friðrik svona skömmu fyrir mót er ofboðslega súrt fyrir alla sem standa að liðinu enda fækkar um sterkan heimamann sem hefur verið frábær fyrir Vestra undanfarin ár."


„Það er stutt í mót og meiðsli hafa verið að herja á Vestra liðið og alls óvíst hvernig þeir stilla upp í fyrsta leik með marga leikmenn sem eru að skríða til baka úr meiðslum."

Lykilmenn: Elmar Atli Garðarsson, Kundai Benyu og Pétur Bjarnason

Fylgist með: Luke Rae
Skoraði 17 mörk fyrir Tindastól í fyrra. Luke er fæddur 2001, feykilega áræðinn og óhræddur leikmaður, frábær í stöðunni 1 vs 1 og með mikið markanef. Það verður áhugavert að fylgjast með hvernig til tekst að taka skrefið úr 3. deild upp í Lengjudeildina.

Komnir:
Aurelien Norest frá Umea í Svíþjóð
Casper Gandrup frá Viborg í Danmörku
Chechu Meneses frá Leikni F.
Diogo Coelho frá Gandzasar í Armeníu
Diego Garcia frá UA Horta á Spáni
Kundai Benyu frá Wealdstone FC í Englandi
Nikolaj Madsen frá Unterhaching í Þýskalandi
Luke Morgan Conrad Rae frá Tindastóli

Farnir:
Gabríel Hrannar Eyjólfsson í Gróttu (Var á láni)
Gunnar Jónas Hauksson í Gróttu (Var á láni)
Hammed Lawal í Víði
Isaac Freitas
Ivo Öjhage
Milos Ivankovic í Fjarðabyggð
Rafa Mendez
Ricardo Durán til Arroyo CP á Spáni
Robert Blakala
Sigurður Grétar Benónýsson í ÍBV
Viðar Þór Sigurðsson í KV
Zoran Plazonic til Króatíu

Fyrstu leikir Vestra:
8. maí gegn Selfossi á útivelli
15. maí gegn Þrótti á heimavelli
22. maí gegn Gróttu á útivelli
Miðjan - Sammi hefur fengið 90 útlendinga til Ísafjarðar
Athugasemdir
banner
banner
banner