mið 28. apríl 2021 18:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Spá þjálfara og fyrirliða í Lengjudeildina: 7. sæti
7. sæti: Kórdrengir
Lengjudeildin
Kórdrengjum er spáð sjöunda sæti.
Kórdrengjum er spáð sjöunda sæti.
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Davíð Smári og Heiðar Helguson stýra Kórdrengjum.
Davíð Smári og Heiðar Helguson stýra Kórdrengjum.
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Albert Brynjar er öflugur.
Albert Brynjar er öflugur.
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Daníel Gylfason.
Daníel Gylfason.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Hvar enda Kórdrengir í sumar?
Hvar enda Kórdrengir í sumar?
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fótbolti.net kynnir liðin sem leika í Lengjudeildinni í sumar eitt af öðru eftir því hvar þeim er spáð. Við fengum alla fyrirliða og þjálfara í deildinni til að spá fyrir sumarið og fengu liðin stig frá 1-11 eftir því en ekki var hægt að spá fyrir sínu eigin liði.

Spáin:
1. ?
2. ?
3. ?
4. ?
5. ?
6. ?
7. Kórdrengir, 122 stig
8. Þór, 116 stig
9. Afturelding, 67 stig
10. Selfoss, 63 stig
11. Þróttur R, 55 stig
12. Víkingur Ó, 43 stig

7. Kórdrengir
Kórdrengir eru komnir upp í Lengjudeildina. Þeir unnu 2. deild í fyrra eftir að hafa komist upp úr 3. deild 2019. Kórdrengir voru fyrst í deildarkeppni 2017 og hefur félagið því komist upp í Lengjudeildina á fjórum árum. Uppgangurinn hefur verið mikill á skömmum tíma og það verður spennandi að fylgjast með liðinu í sumar.

Þjálfarinn: Davíð Smári Lamude hefur stýrt Kórdrengjum upp deildirnar. Davíð lék á sínum með Álftanesi, Fáka og Gnúpverjum ásamt ásamt því að spila tvo leiki með Kórdrengjum. Hann fór af stað með Kórdrengja verkefnið árið 2017. Með honum í ár verður fyrrum landsliðsmaðurinn Heiðar Helguson.

Álit sérfræðings
Eiður Ben Eiríksson, Rafn Markús Vilbergsson og Úlfur Blandon eru sérfræðingar Fótbolta.net fyrir Lengjudeildina í ár. Rafn Markús gefur sitt álit á liði Kórdrengja.

„Kórdrengir voru klárlega besta lið 2. deildar í fyrra og komnir í Lengjudeildina eftir að hafa spilað í 4. deildinni árið 2018. Liðið er byggt á allt öðrum grunni en önnur lið í deildinni; eiga ekki söguna, ekki yfirbygginguna, ekki með eiginn heimavöll. En þeir eru klárlega með mikla stemningu og þeir fáu sem sjá um og halda utan um liðið leggja allt í það og skapa eins góða umgjörð og kostur er. Kórdrengir munu spila á gervigrasvelli Leiknismanna þar sem reist verður stúka við völlinn fyrir um 400 manns og verður vonandi nóg pláss fyrir alla en aðsókn á leiki Kórdrengja var oft mikil í fyrra. Gervigrasið á vellinum var lagt árið 2017 líkt og í Safamýrinni svo ekki ætti að vera um mikla breytingu að ræða fyrir Kórdrengi."

„Síðustu ár hafa Kórdrengir náð að bæta við sig sterkum íslenskum leikmönnum úr deildum fyrir ofan, leikmenn sem hafa komið liðinu á milli deilda. Það virðist vera að eftir að liðið komst upp í næst efstu deild sé erfiðara að ná í íslenska leikmenn sem styrkja liðið. Liðið hefur verið að spila vel á undirbúningstímabilinu, æfingaleikirnir hafa gengið vel, þeir náðu í fjögur stig í sterkum riðli í Lengjudeildinni og gáfu öllum liðunum alvöru leiki. Liðið byrjaði vel í bikarnum með sterkum útisigri á Selfossi þar sem enginn af bresku leikmönnunum voru með en þeir eru ekki enn komnir með leikheimild. Það er mjög mikilvægt fyrir Kórdrengi að þessir leikmenn verði sterkir fyrir liðið en þeir eru fengnir til liðsins til að styrkja hryggjarstykkið í liðinu. Það er missir í Magga Matt, Einari Orra og Unnari Má sem allir verða áfram í 2. deildinni en þessir leikmenn hafa verða mikilvægir í uppgangi liðsins síðustu ár."

„Eftir að Andri Steinn datt út úr þjálfarateyminu síðasta haust hefur Davíð Smári verið að leita sér af meðþjálfara. Spennandi verður að sjá hvernig Heiðar Helguson kemur inn í teymið og hvaða svip hann setur á liðið og umgjörðina. Leikmannahópurinn er sterkur, þar sem mikil reynsla, gæði og samkeppni er í flestum stöðum. Margir leikmenn í leikmannahópnum geta spilað í fleiri en einni stöðu sem eykur möguleikana fyrir Davíð og Heiðar, að færa menn til og fara á milli leikkerfa eins og þeir hafa verið að gera í vetur. Félagið hefur aðeins tapað níu deildarleikjum frá stofnun 2017 og er það klárt að það verður ekki auðvelt fyrir liðin í deildinni, sem eiga langa sögu og hefðir, að mæta Kórdrengjum."

Lykilmenn: : Albert Brynjar Ingason, Davíð Þór Ásbjörnsson og Gunnlaugur Fannar Guðmundsson

Fylgist með: Daníel Gylfason
Fyrst og síðast verður gaman að fylgjast með hvernig Kórdrengir koma inn í deildina og takast á við sterka Lengjudeild. Eins verður gaman að sjá hvernig Daníel Gylfason, eini Suðurnesjamaðurinn sem eftir er í liði Kórdrengja, mun standa sig í sumar. Daníel náði ekki almennilega í gegn hjá Keflavík og flakkaði á milli liða á Suðurnesjum áður en hann fór í Kórdrengi í 3. deildinni. Skemmilegur, kraftmikill, fljótur og teknískur miðjumaður sem verður vonandi mikilvægur fyrir Kórdrengi.

Komnir:
Conner Rennison frá Englandi
Connor Simpson frá Englandi
Egill Darri Makan Þorvaldsson frá FH
Endrit Ibishi frá Svíþjóð
Nathan Dale frá Englandi
Róbert Vattnes Mbah Nto frá Leikni R. (Á láni)
Sindri Snær Vilhjálmsson frá Breiðablik

Farnir:
Aaron Spear í Víði
Einar Orri Einarsson í Njarðvík
Jordan Damachoua til Châteauneuf-sur-Loire í Frakklandi
Magnús Þórir Matthíasson í Reyni S.
Unnar Þór Unnarsson í Reyni S.

Fyrstu leikir Kórdrengja:
8. maí gegn Aftureldingu á útivelli
14. maí gegn Selfossi á heimavelli
21. maí gegn Víkingi Ó. á útivelli
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner