„Frábær tilfinning bara fyrst og fremst. Fylkir voru ekkert að skapa sér mörg færi inn í okkar teig og síðan siglum við þessu heim bara þarna í endann. Frábærlega gert hjá Atla og Örvari sömuleiðis. Það er bara frábært að fara inn í helgina með sigur á bakinu“ sagði Eyþór Wöhler kátur eftir frumraun sína í HK. Hann verður á láni hjá HK frá Breiðablik út tímabilið.
Lestu um leikinn: HK 1 - 0 Fylkir
Hvernig voru síðustu dagar í aðdraganda gluggaloks?
„Maður var með hnút í maganum þar sem það voru aðrir möguleikar í boði og ég þurfti bara að velja úr þeim. Ég valdi HK en það var alls ekkert auðvelt val. Ég tel samt HK hafa verið rétta liðið.“
Voru einhver önnur lið á eftir þér fyrir utan HK?
„Það var ÍBV, Fylkir, ÍA og síðan var auðvitað í boði að vera áfram en ég valdi síðan HK á endanum.“
Hver er ástæðan fyrir því að HK varð fyrir valinu?
„Mér leist bara vel á liðið, þeir skora líka mörk og eru mjög góðir á seinasta þriðjung vallarins og ég hef fulla trú á því að við gerum eitthvað í sumar. Ég réði þessu auðvitað fyrst og fremst og ég þarf bara að hugsa hvað er best fyrir mig sem leikmaður.“
Þú getur hlustað á viðtalið í spilaranum hér að ofan.

























