Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
   fös 29. maí 2020 21:33
Ívan Guðjón Baldursson
Sky: Inter búið að samþykkja tilboð PSG í Icardi
Mynd: Getty Images
Sky á Ítalíu segist hafa öruggar heimildir fyrir því að Inter og PSG hafi komist að samkomulagi um kaupverð fyrir argentínska sóknarmanninn Mauro Icardi.

Icardi var fyrirliði Inter þar til honum lenti upp á kant við Luciano Spalletti, fyrrum þjálfara Inter, og neitaði að spila fyrir félagið. Samband Icardi og stuðningsmanna félagsins er talið óbjarganlegt og var hann lánaður til PSG síðasta sumar.

Icardi hefur verið að gera fína hluti hjá PSG og líta Frakklandsmeistararnir á hann sem arftaka Edinson Cavani, sem verður samningslaus í sumar.

Sky segir að PSG muni greiða 50 milljónir evra fyrir Icardi, auk 7 milljóna í árangurstengdar aukagreiðslur.

Icardi er 27 ára gamall og skoraði 20 mörk í 31 leik fyrir PSG á tímabilinu. Hann gerði 124 mörk í 219 leikjum á tíma sínum hjá Inter.
Athugasemdir
banner
banner
banner