Santos, Baleba, Wharton, Anderson, Gallagher og Stiller á lista Man Utd - Rashford vill ganga alfarið í raðir Barcelona
Diljá um óvenjulegu bekkjaraðstöðuna - „Þetta var skrítið“
Sveindís: Veit ekki hvað þær voru að reyna taka úr þessum leik
Glódís Perla: Styrkleiki sem við höfum alltaf haft
Karólína: Þarf að drífa mig inn að fagna
Steini: Hann var búinn að lofa marki
Eric Garcia: Eiður var í einu sterkasta Barcelona liði sögunnar
Óli Valur um tímabilið: Maður lærir mest í mótlæti
Óli stoltur af frammistöðunni: Það er búið að ganga mikið á
Valgeir: Svekkjandi að hann hafi klúðrað á þessum tímapunkti
Karólína: Erfitt að skilja við liðið eftir EM
Glódís um sterka byrjun Bayern - „Á góðu róli en alltaf hægt að gera betur“
Steini býst við agressívum andstæðingum: Mætum til að spila til sigurs
Fóru tvisvar í mat fyrir leikinn - „Ógeðslega gaman"
Bjóst ekki við kallinu í landsliðið - „Mjög skemmtilegt símtal“
Segir lífið í Noregi frábært: Er náttúrulega að lifa drauminn
Vigdís í fyrsta sinn í hópnum - „Markmiðið frá því ég byrjaði í fótbolta“
Sveindís ánægð með Óla Kristjáns - „Mjög hávær og segir sínar skoðanir“
Ólafur Ingi: Pínu súrrealískt allt saman
Höskuldur um brottrekstur Dóra: Þetta var sjokkerandi
Sjáðu það helsta úr spænska: Dramatískur sigur Barcelona og tvö rauð í leik Real
banner
   mán 29. maí 2023 19:02
Daníel Smári Magnússon
Jón Sveinsson: Finnst við eiga aðeins inni
,,Þurfum klárlega að bæta úr varnarleiknum
Jón gat ekki brosað sínu breiðasta í leikslok.
Jón gat ekki brosað sínu breiðasta í leikslok.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

„Leikurinn var bara tiltölulega jafn. Mér fannst KA sterkari í fyrri, en við í seinni og sérstaklega eftir að við jöfnum 2-2 þá fannst mér við vera yfir í leiknum og vorum heldur líklegri en KA að bæta við þriðja markinu. En þeir náðu því inn og við náðum því miður ekki að svara því, svo kom eitt þarna í restina sem að skipti kannski ekki svo miklu máli,'' sagði Jón Sveinsson, þjálfari Fram, eftir 4-2 tap gegn KA í Bestu-deild karla í dag.


Lestu um leikinn: KA 4 -  2 Fram

Það voru tvær vítaspyrnur dæmdar í dag, ein fyrir KA og ein fyrir Fram. Hvernig sá hann atvikin?

„Mér fannst það ekki vera víti, KA vítið. Kannski áttu þeir frekar að fá víti örlítið seinna í leiknum, en svo fannst mér okkar maður bara vera kominn fram fyrir og hann (Hrannar) nær ekki að fara í síðuna á honum og fer aðeins aftan í hann. Þannig að ég held að það hafi bara verið í sjálfu sér rétt. Ég skil alveg gremjuna, þetta var ekkert það mikil snerting en samt nóg til að taka hann úr jafnvægi og það er bara brot,'' sagði Jón.

Framarar eru með 8 stig eftir 9 leiki og sitja í 9. sæti deildarinnar. Hvernig metur Jón uppskeruna?

„Auðvitað er það alltaf þannig þegar þú horfir til baka að það eru einhverjir leikir þar sem að þér fannst þú eiga að fá meira úr og svo kannski einhverjir þar sem að þú fékkst eitthvað úr sem að hefði getað verið minna. Það er bara þannig í þessu, þetta er bara hörkudeild og það vinna allir alla. Neinei, við erum ekki sáttir með uppskeruna og finnst við eiga aðeins inni, en við þurfum klárlega að bæta úr varnarleiknum. Því að það er alltaf erfitt að ná árangri þegar þú þarft að skora mörg mörk.''

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan.


Athugasemdir