Dembele til Englands - Ramsdale orðaður við Bayern - Alexander-Arnold ætlar að framlengja við Liverpool
   mán 29. maí 2023 06:00
Brynjar Ingi Erluson
Spalletti ætlar að taka sér frí frá þjálfun
Mynd: EPA
Luciano Spalletti mun hætta með Napoli eftir tímabilið en þetta sagði Aurelio De Laurentiis, forseti félagsins í gær.

Napoli, sem varð meistari undir stjórn Spalletti, spilar sinn síðasta deildarleik næstu helgi og eftir það lætur þjálfarinn af störfum.

Ítalskir fjölmiðlar greindu frá því í síðustu viku að hann yrði ekki áfram en samningur hans rennur út eftir næstu leiktíð.

Spalletti vildi ekki framlengja samninginn en hann ætlar að taka sér frí frá fótbolta.

„Já, Spalletti sagði við mig að hann væri frekar til í að taka sér ársfrí. Gat ég sagt nei við því? Hann gaf mér margt og ég á honum mikið að þakka,“ sagði De Laurentiis.

„Hann kom til mín og sagði að hann væri búinn að gefa allt sitt og þar með væri hringurinn fullkomnaður,“ sagði hann í lokin.
Athugasemdir
banner