Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   mán 29. júní 2020 23:13
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
3. deild: Ægir sigraði KFG í sjö marka leik
Tveir leikmenn skoruðu þrennu
Jóhann Ólafur skoraði þrennu en það dugði ekki til.
Jóhann Ólafur skoraði þrennu en það dugði ekki til.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
KFG 3 - 4 Ægir
0-1 Stefan Dabetic
0-2 Stefan Dabetic
1-2 Jóhann Ólafur Jóhannsson
2-2 Jóhann Ólafur Jóhannsson
2-3 Stefan Dabetic (víti)
2-4 Þorkell Þráinsson
3-4 Jóhann Ólafur Jóhannsson (víti)
Rautt spjald: Tómas Orri Almarsson, KFG, eftir leik.

KFG tók á móti Ægi í 3. deild karla í dag. Leikið var á Samsung vellinum í Garðabæ. Bæði lið sigruðu í fyrstu umferð.

Staðan í kvöld var 2-3 yfir í hálfleik fyrir gestina frá Þorlákshöfn. Ægir komst í 0-2 en heimamenn jöfnuðu í 2-2. Þorkell Þráinsson kom Ægi í 2-4 áður en Jóhann Ólafur, sem hafði skorað bæði mörk KFG í fyrri hálfleik, fullkomnaði þrennu sína á vítapunktinum og minnkaði í 3-4. Stefan Dabetic hafði áður skorað þrennu fyrir gestina.

Fleiri urðu mörkin ekki og er því Ægir með sex stig á toppi deildarinnar líkt og Reynir Sandgerði.


Athugasemdir
banner
banner