Inter í kapphlaupið um Guehi en Liverpool leiðir - Wharton ofar en Baleba á lista Man Utd - Muscat líklegastur til Rangers
Jói Bjarna: Erum að smella í gang
Haukur Andri: Höfum verið óheppnir með úrslit
Þorsteinn opnar nýjan kafla: Ágætis tímapunktur til að skipta út og gera breytingar
„Vonandi að fólk sjái að maður geti spilað gegn svona leikmönnum“
Ógeðslega erfitt að horfa frá bekknum - „Fannst ég ná að stríða og djöflast í þeim“
Sverrir Ingi um baráttuna við Mateta - „Ógnarsterkur náungi“
Daníel Tristan: Það er miklu erfiðara finnst mér
Stærsta augnablikið á ferlinum til þessa - „Það voru allir trylltir"
Hákon Arnar: Verður áhugavert hvað menn segja núna
Ísak: Höfðum getað vorkennt sjálfum okkur og haldið að þetta væri búið
Elías notaði orð sem Arnar elskar - „Verður líka að kunna það"
Daníel Leó: Þú verður ekki þreyttur þegar það er þannig
Líður vel í Stockport - „Draumur frá því að maður var lítill“
„Aftur sami Eggert Aron sem að fólk þekkir“
Ólafur horfir enn á 2. sæti riðilsins - „Verðum hreinlega að fá þrjú stig“
Bergdís Sveins: Ætlum að koma geggjaðar inn í næsta tímabil
Óli Kristjáns: Vitum alveg hvernig þetta er búið að vera
Einar Guðna: Við þurfum að vinna næsta leik bara 3-2, þá er ég sáttur
Kom liðinu sínu í Meistaradeildina - „Ég er himinn lifandi, vá!”
Jóhannes Karl: Þurfum sigur á móti Víking
   mán 29. júní 2020 22:24
Kristófer Jónsson
Óli Kristjáns: Eftir á í öllum aðgerðum
Óli Kristjáns var ósáttur með sína menn í dag.
Óli Kristjáns var ósáttur með sína menn í dag.
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
Ólafur Kristjánsson, þjálfari FH, var að vonum svekktur eftir 4-1 tap sinna manna gegn Víking R. í þriðju umferð Pepsi Max-deildarinnar í dag.

„Ég er ósáttur við spilamennsku okkar, sérstaklega í fyrri hálfleik. Við vorum eftir á í nánast öllum aðgerðum. Mér fannst Víkingarnir góðir í dag en við slakir." sagði Óli eftir leikinn í kvöld.

Lestu um leikinn: Víkingur R. 4 -  1 FH

Víkingar voru 3-0 yfir þegar að flautað var til hálfleiks en þriðja mark Víkinga var vægast sagt skrautlegt.

„Mér fannst 2-0 vera verðskuldað en þriðja markið sló okkur útaf laginu og kom í andlitið á okkur. Það voru deildar meiningar um það. Eftir að við fáum víti og setjum mark fékk maður von um að hægt væri að klífa upp brekkuna en hún var of brött í dag."

Pétur Viðarsson þurfti að fara útaf í fyrri hálfleik vegna höfuðhöggs sem að hann hlaut og var þá Þórir Jóhann færður niður í miðvörðinn, en það er staða sem að hann hefur ekki leikið áður.

„Það var vont að þurfa að setja miðjumann í miðvarðarstöðuna. Við vorum með 15 ára strák, sem að hefði ekki fengið leyfi til að vera boltastrákur hérna í kvöld, á bekknum sem að spilaði hafsent í síðasta leik en mér fannst ekki forsvaranlegt að setja hann inná í akkúrat þessum leik." sagði Óli um taktíkina.

Nánar er rætt við Óla í spilaranum að ofan.
Athugasemdir
banner
banner
banner