Brynjar Björn: Öll liðin eiga möguleika á umspilssæti
Andri Lucas: Þeir sýndu aðeins meiri lit
Kristian Hlyns: Erfitt að fá byrjunarliðssæti í þessu liði
Hákon Arnar: Geggjaður gæi og geggjaður leikmaður
Ísak Bergmann: Svo auðvelt að spila með Alberti
Jói Berg: Frábært afrek fyrir mig og mína fjölskyldu
Albert: Galið hvað ég var með stórt útisvæði til að halda partí
„Rómantíkusinn í Arnari Gunnlaugssyni“
Agla María: Eigum fullt erindi í þetta lið
Þjálfari Fortuna: Því ætla ég ekki að svara
Nik: Ég hef heyrt að hann sé hræðilegur
Karólína kenndi stuðningsmönnum Inter íslenskan frasa
Guðlaugur Victor: Megum alls ekki halda að þetta verði auðvelt
Agla María: Höfum tækifæri til þess að skrifa söguna hjá Breiðabliki
Nik: Viljum góðan leik, góða mætingu og úrslit sem setja okkur í góða stöðu fyrir seinni leikinn
Davíð Smári: Hrós fyrir mig og félagið að Eiður vilji taka þátt í þessu verkefni
Vildi vinna áfram með Davíð - „Ekkert heillaði mig jafn mikið"
Sjáðu það helsta úr spænska: Þrenna Lewandowski bjargaði Barcelona
Sjáðu það helsta úr ítalska: Albert skoraði og De Gea með furðulega tilburði
Sverrir Ingi lærir af Rafa Benítez: Maður spilar ekki endalaust
   mán 29. júní 2020 22:24
Kristófer Jónsson
Óli Kristjáns: Eftir á í öllum aðgerðum
Óli Kristjáns var ósáttur með sína menn í dag.
Óli Kristjáns var ósáttur með sína menn í dag.
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
Ólafur Kristjánsson, þjálfari FH, var að vonum svekktur eftir 4-1 tap sinna manna gegn Víking R. í þriðju umferð Pepsi Max-deildarinnar í dag.

„Ég er ósáttur við spilamennsku okkar, sérstaklega í fyrri hálfleik. Við vorum eftir á í nánast öllum aðgerðum. Mér fannst Víkingarnir góðir í dag en við slakir." sagði Óli eftir leikinn í kvöld.

Lestu um leikinn: Víkingur R. 4 -  1 FH

Víkingar voru 3-0 yfir þegar að flautað var til hálfleiks en þriðja mark Víkinga var vægast sagt skrautlegt.

„Mér fannst 2-0 vera verðskuldað en þriðja markið sló okkur útaf laginu og kom í andlitið á okkur. Það voru deildar meiningar um það. Eftir að við fáum víti og setjum mark fékk maður von um að hægt væri að klífa upp brekkuna en hún var of brött í dag."

Pétur Viðarsson þurfti að fara útaf í fyrri hálfleik vegna höfuðhöggs sem að hann hlaut og var þá Þórir Jóhann færður niður í miðvörðinn, en það er staða sem að hann hefur ekki leikið áður.

„Það var vont að þurfa að setja miðjumann í miðvarðarstöðuna. Við vorum með 15 ára strák, sem að hefði ekki fengið leyfi til að vera boltastrákur hérna í kvöld, á bekknum sem að spilaði hafsent í síðasta leik en mér fannst ekki forsvaranlegt að setja hann inná í akkúrat þessum leik." sagði Óli um taktíkina.

Nánar er rætt við Óla í spilaranum að ofan.
Athugasemdir
banner
banner