Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   mán 29. júní 2020 21:11
Ívan Guðjón Baldursson
Pepsi Max-deildin: Óttar Magnús setti þrennu gegn FH
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fyrsti sigur Víkings R. á Íslandsmótinu í ár er kominn og skoraði Óttar Magnús Karlsson tvennu í sigrinum.

Víkingur R. 4 - 1 FH
1-0 Óttar Magnús Karlsson ('26)
2-0 Davíð Örn Atlason ('39)
3-0 Óttar Magnús Karlsson ('45)
3-1 Steven Lennon ('51, víti)
4-1 Óttar Magnús Karlsson ('84)

Víkingur fékk FH-inga í heimsókn og stjórnuðu heimamenn gangi leiksins fyrir leikhlé. Óttar Magnús skallaði aukaspyrnu í netið áður en Davíð Örn Atlason tvöfaldaði forystuna sanngjarnt.

Rétt fyrir leikhlé gerði Óttar Magnús þriðja mark Víkings R. en það var umdeilt þar sem leikmenn FH voru stopp og ekki að fylgjast með þegar Óttar renndi knettinum í netið.

Hafnfirðingar svöruðu fyrir sig í seinni hálfleik þegar Steven Lennon skoraði úr umdeildri vítaspyrnu. Brotið var á Herði Inga Gunnarssyni innan teigs en spurning hvort um leikaraskap hafi verið að ræða.

Bæði lið áttu góða kafla eftir mark Lennon og fullkomnaði Óttar Magnús þrennuna á lokakaflanum. Víkingur er með fimm stig eftir þrjár umferðir. FH er áfram með sex stig.

Breiðablik 3 - 1 Fjölnir
1-0 Kristinn Steindórsson ('9)
1-0 Jóhann Árni Gunnarsson ('51, misnotað víti)
2-0 Thomas Mikkelsen ('57, víti)
2-1 Jón Gísli Ström ('72, víti)
3-1 Gísli Eyjólfsson ('84)

Í Kópavogi mættust Breiðablik og Fjölnir og komust heimamenn yfir snemma leiks þegar Kristinn Steindórsson nýtti sér agalegan misskilning í varnarleik Fjölnis til að skora.

Það var lítið um færi út hálfleikinn en gestirnir úr Grafarvogi fengu vítapyrnu í upphafi síðari hálfleiks. Jóhann Árni Gunnarsson steig á punktinn en Anton Ari Einarsson gerði sér lítið fyrir og varði spyrnuna.

Skömmu síðar fengu Blikar vítaspyrnu og tvöfaldaði Thomas Mikkelsen forystuna. Gestirnir voru þó ekki á því að gefast upp og fengu þeir aðra vítaspyrnu sem Jón Gísli Ström skoraði úr.

Það var spenna á lokakafla leiksins, allt þar til Gísli Eyjólfsson tryggði sigur Blika með auðveldu marki eftir góðan undirbúning frá Guðjóni Pétri Lýðssyni.

Blikar eru á toppi deildarinnar með fullt hús stiga eftir þrjár umferðir. Fjölnir er með eitt stig.

Fylkir 2 - 0 Grótta
1-0 Valdimar Þór Ingimundarson ('62, víti)
2-0 Valdimar Þór Ingimundarson ('72)
2-0 Óliver Dagur Thorlacius ('86, misnotað víti)

Að lokum áttust Fylkir og Grótta við í Árbænum þar sem staðan var markalaus þegar gamla kempan Helgi Valur Daníelsson var borinn af velli, líklega fótbrotinn.

Liðsfélagar hans brugðust vel við og skoraði Valdimar Þór Ingimundarson úr vítaspyrnu tíu mínútum síðar.

Við það opnaðist leikurinn gífurlega þar sem bæði lið fengu færi en Valdimar Þór tvöfaldaði forystuna á 72. mínútu eftir mistök í varnarleik Gróttu.

Mikill hiti færðist í leikinn á lokakaflanum og fengu Seltirningar vítaspyrnu sem Aron Snær Friðriksson varði laglega. Ekki góður dagur fyrir Óliver Dag Thorlacius.

Bæði lið voru stigalaus fyrir botnslaginn. Dýrmæt stig fyrir Fylki.
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner