Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   fim 29. júlí 2021 11:19
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Jakob Leó hættur sem þjálfari HK (Staðfest)
Jakob Leó Bjarnason.
Jakob Leó Bjarnason.
Mynd: Hulda Margrét
Jakob Leó Bjarnason er ekki lengur þjálfari kvennaliðs HK í Lengjudeildinni.

„Knattspyrnudeild HK og Jakob Leó Bjarnason, þjálfari meistaraflokks kvenna, hafa komist að samkomulagi um starfslok Jakobs," segir í tilkynningu HK og bætir félagið við:

„Stjórn knattspyrnudeildar HK þakkar Jakobi fyrir vel unnin störf í þágu HK og óskar honum velfarnaðar."

Jakob Leó tók við HK-liðinu fyrir tímabilið eftir að hafa þjálfað Hauka í þrjú ár.

Hann gerði samning við HK til 2022 og hafa viðkomandi aðilar ákveðið að slíta samstarfinu. HK er í níunda sæti Lengjudeildar kvenna með níu stig eftir 11 leiki spilaða.
Athugasemdir
banner
banner