Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fim 29. júlí 2021 13:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Staðan á Finni Tómasi, Emil Ásmunds og Guðjóni Baldvins
Finnur Tómas Pálmason.
Finnur Tómas Pálmason.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Varnarmaðurinn Finnur Tómas Pálmason hefur ekki náð að beita sér mikið frá því hann kom aftur í KR á láni frá Norrköping.

Finnur Tómas meiddist á æfingu fyrir mánuði síðan og hefur ekki verið með síðan þá. Hann var í hóp gegn Fylki á mánudagskvöld en kom ekki við sögu.

„Finnur var í hópnum í dag en hann fann í upphitun að hann var ekki alveg tilbúinn að koma inn á. Það styttist óðum í hann," sagði Rúnar Kristinsson, þjálfari KR, eftir leikinn gegn Fylki.

Þeir Emil Ásmundsson og Guðjón Baldvinsson hafa þá glímt við meiðsli að undanförnu, hvernig er staðan á þeim?

„Emil er búinn að vera að æfa töluvert með okkur. Hann hefur ekki verið að klára æfingarnar 100 prósent, hann er kominn á 75 prósent í því að æfa. Hann er á góðri leið. Guðjón er örlítið seinni til og er rétt farinn að skokka. Hann mun hugsanlega mæta á einhverjar æfingar í næstu viku eða seinna í vikunni."

Næsti leikur KR er stórleikur gegn Val á miðvikudagskvöld.
Rúnar Kristins: Gerðu það í 90 mínútur, ekki bara 45
Athugasemdir
banner
banner
banner