Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fim 29. júlí 2021 17:51
Brynjar Ingi Erluson
Stuðningsmenn AGF æfir út í Jón Dag - „Þetta var heimskulegt"
Jón Dagur Þorsteinsson var rekinn af velli
Jón Dagur Þorsteinsson var rekinn af velli
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Jón Dagur Þorsteinsson, leikmaður AGF í Danmörku, var rekinn af velli í leik liðsins gegn Lame í Sambandsdeild Evrópu nú rétt í þessu, stuðningsmönnum AGF ekki til mikillar hamingju.

Íslenski landsliðsmaðurinn fékk gult spjald á 18. mínútu og fékk þá annað átta mínútum síðar.

Leikurinn er mikilvægur fyrir AGF en liðið tapaði fyrri leiknum 2-1 á útivelli.

AGF er nú manni færri og fær Jón Dagur að heyra það frá stuðningsmönnum AGF. Þeim er ekki skemmt yfir þessu rauða spjaldi sem virðist hafa verið verðskuldað. Lame komst yfir undir lok fyrri hálfleiks með marki frá Ronan Hale.

Hægt er að sjá nokkrar færslur hér fyrir neðan en margir hafa þó farið vel yfir strikið í sinni gagnrýni.








Athugasemdir
banner
banner
banner