Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fim 29. júlí 2021 12:32
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Telma Hjaltalín fær leikheimild með FH (Staðfest)
Telma og Sandra María Jessen á landsliðsæfingu.
Telma og Sandra María Jessen á landsliðsæfingu.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Telma Hjaltalín Þrastardóttir er komin með leikheimild hjá FH að því er kemur fram á vefsíðu KSÍ.

Hún getur því spilað með FH í sumar, ef hún kýs að gera svo.

Það er hægt að fullyrða það að Telma hefur verið gríðarlega óheppin með meiðsli á sínum ferli. Hún hefur þrisvar slitið krossband á sama hné. Hún spilaði 13 leiki í deild og bikar sumarið 2018 og skoraði í þeim tíu mörk. Hún vann sig inn í A-landsliðið en undir lok tímabilsins sleit hún krossband í þriðja sinn.

Telma, sem er 26 ára, hefur ekki spilað keppnisleik frá því 2018 og sagði hún í fyrra að það væri óvíst hvort hún myndi spila fótbolta aftur.

En í vikunni tjáði hún Fótbolta.net að hún væri byrjuð að reima á sig takkaskóna aftur.

„Eins og staðan er núna treysti ég hnénu ekki og er mjög óörugg, þannig framhaldið verður eiginlega bara að koma í ljós. Ég hugsa að ég haldi áfram að taka lítil skref á mínum hraða þannig það er ekkert víst að ég sé að fara að spila í sumar. Ég ætla ekki að setja neina óþarfa pressu á sjálfan mig og ef þetta gengur ekki upp, þá bara gengur þetta ekki upp," sagði Telma.

FH er í öðru sæti Lengjudeildarinnar sem stendur.

Fótbolti.net er með beina lýsingu frá gluggadeginum en hægt er að nálgast hana hérna.
Athugasemdir
banner
banner
banner