Man City ræðir um möguleg kaup á Ait-Nouri - Adarabioyo eftirsóttur - Newcastle vill Sesko
   sun 29. september 2019 13:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Heimild: Blikar.is 
Kristian bætti félagsmet Blika - „Ótrúlegur leikmaður"
Kristian Nökkvi Hlynsson.
Kristian Nökkvi Hlynsson.
Mynd: Blikar.is
Kristian Nökkvi Hlynsson setti félagsmet hjá Breiðabliki þegar hann kom inn á sem varamaður í tapinu gegn KR í lokaumferð Pepsi Max-deildarinnar í gær.

Kristian er yngsti leikmaður (15 ára og 248 daga gamall) í sögu Breiðabliks til þess að spila leik í efstu deild karla.

Bróðir hans Ágúst Hlynsson var yngstur Blika (16 ára og þriggja mánaða) til að skora mark í mótsleik fyrir meistaraflokk Breiðabliks þegar hann skoraði í 32-liða úrslitum bikarsins árið 2016 og sló þar með met þáverandi þjálfara liðsins – Arnars Grétarssonar.

Rætt var um Kristian í Innkastinu eftir lokaumferð Pepsi Max-deildarinnar í gær.

„Hann er ótrúlegur leikmaður. Hann var á reynslu hjá Ajax. Ég held ég hafi skilið það rétt að hann hafi skorað tvö mörk í tveimur leikjum hjá Ajax. Það var vilji að utan fyrir því að fá hann, en án þess að vita nokkuð um það þá held ég að þeir feðgar velji betur núna eftir það sem gerðist hjá Ágústi," sagði Gunnar Birgisson.

„Ekki að það hafi gengið illa hjá Ágústi. Hann fór í Norwich og það gekki ekki upp þar, hann fór í Bröndby og það gekk í raun og veru ekki upp þar. Hann blómstrar svo í Víking."

„Ég geri ráð fyrir því að það verði vandlega valið."

„Hann er rosalega flottur spilari, þetta er vandaður drengur. Ég fékk þann heiður að þjálfa hann fyrir 2-3 árum síðan. Ég geri ráð fyrir því að hann nái gríðarlega langt," sagði Gunnar.

Kristian fór til Danmörku á dögunum þar sem hann æfði með aðalliði danska úrvalsdeildarfélagsins Nordsjælland.
Innkastið - Gestagangur í hátíðarútgáfu
Athugasemdir
banner
banner