Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
banner
   þri 29. september 2020 18:06
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Breytingar á Englandi - Ekki eins strangt tekið á hendi
Leikmenn Brighton kvarta í dómaranum eftir að vítaspyrna var dæmd á liðið gegn Manchester United.
Leikmenn Brighton kvarta í dómaranum eftir að vítaspyrna var dæmd á liðið gegn Manchester United.
Mynd: Getty Images
Dómarar í ensku úrvalsdeildinni hafa verið beðnir um að sýna meiri vægð þegar kemur að dómum um hendi. Þetta kemur fram inn á vefmiðlinum The Athletic.

Það er búið að vera nokkuð um umdeildar vítaspyrnur í ensku úrvalsdeildinni til þessa á þessu tímabili eftir strangar reglubreytingar um vítaspyrnur þar sem boltinn fer í hendi varnarmanns.

Allir helstu knattspyrnufræðingar á Englandi hafa gagnrýnt nýju reglurnar og kalla eftir því að þeim verði breytt aftur til að takmarka skaðann sem þetta hefur á leikinn.

Það var fundur haldinn í dag og þar var samþykkt að dómarar megi nota sína huglægu skoðun meira innan þeirra reglna sem eru í gildi.

Inn á vef The Athletic segir: „Nálægð og staða hendinnar er lykilatriði í breytingunni. Vítin sem voru gefin gegn Joel Ward og Victor Lindelöf yrðu ekki vítaspyrnur lengur. Ákvarðanirnar gegn Eric Dier og Neal Maupay, til dæmis, myndu áfram standa sem vítaspyrnur."

Sagt er að þessi breyting muni eiga sér stað fyrir leiki næstu helgar.


Athugasemdir
banner
banner
banner