Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   þri 29. september 2020 15:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Lið 18. umferðar: Leiknir R. og Fram eiga þrjá hvort
Lengjudeildin
Guy Smit hefur átt gott sumar í markinu hjá Leikni.
Guy Smit hefur átt gott sumar í markinu hjá Leikni.
Mynd: Haukur Gunnarsson
Kyle McLagan var maður leiksins í sigri Fram á Þór.
Kyle McLagan var maður leiksins í sigri Fram á Þór.
Mynd: Fram
Oddur Ingi Bjarnason.
Oddur Ingi Bjarnason.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fram og Leiknir Reykjavík eiga bæði þrjá fulltrúa í liði 18. umferðar Lengjudeildarinnar.

Fram vann góðan útisigur á Þór. Jón Sveinsson er þjálfari umferðinnar og í liði umferðarinnar fyrir hönd Fram eru Kyle McLagan og Þórir Guðjónsson.

Þeir Guy Smit, Máni Austmann og Vuk Oskar Dimitrijevic eru í liðinu fyrir hönd Leiknis sem vann 3-0 heimasigur á Aftureldingu. Vuk er í liðinu í sjöunda sinn í sumar.


Joey Gibbs hættir ekki að skora. Hann átti fínan leik í sigri á Vestra og er í liði umferðarinnar í áttunda sinn í sumar. Tristan Freyr Ingólfsson átti einnig góðan leik fyrir Keflavík í útisigrinum á Vestra.

Gonzalo Zamorano skoraði tvö fyrir Víking Ólafsvík í sigri í Fjarðabyggðarhöllinni og hann er í liði umferðarinnar í fimmta sinn í sumar. Ívar Reynir Antonsson átti góðan leik í hægri bakverði fyrir Ólsara.

Þá komast þeir Jón Jökull Hjaltason og Oddur Ingi Bjarnason í lið umferðarinnar sem fulltrúar sinna liða, ÍBV og Grindavík.

Það verður heil umferð leikin í Lengjudeildinni í dag og hefst fyrsti leikur núna klukkan 15:30.

Leikir dagsins:
15:30 Þór-Afturelding (Þórsvöllur)
15:45 Vestri-Fram (Olísvöllurinn)
15:45 Grindavík-Víkingur Ó. (Grindavíkurvöllur)
15:45 Keflavík-ÍBV (Nettóvöllurinn)
17:00 Leiknir F.-Leiknir R. (Fjarðabyggðarhöllin)
18:00 Þróttur R.-Magni (Eimskipsvöllurinn)

Lið fyrri umferða:
Lið 1. umferðar
Lið 2. umferðar
Lið 3. umferðar
Lið 4. umferðar
Lið 5. umferðar
Lið 6. umferðar
Lið 7. umferðar
Lið 8. umferðar
Lið 9. umferðar
Lið 10. umferðar
Lið 11. umferðar
Lið 12. umferðar
Lið 13. umferðar
Lið 14. umferðar
Lið 16. umferðar
Lið 17. umferðar
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner