Man City ræðir um möguleg kaup á Ait-Nouri - Adarabioyo eftirsóttur - Newcastle vill Sesko
   þri 29. september 2020 21:53
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Mourinho: Það sem hann gerði er ekki mannlegt
Jose Mourinho.
Jose Mourinho.
Mynd: Getty Images
„Við vorum tilbúnir að berjast, ég sagði ykkur það," sagði Jose Mourinho, stjóri Tottenham, eftir sigur gegn sínu gamla félagi, Chelsea, í 16-liða úrslitum enska deildabikarsins í kvöld.

Chelsea leiddi 1-0 í hálfleik en Tottenham kom sterkari inn í seinni hálfleikinn og náði að jafna seint í honum. Spurs hafði svo betur í vítaspyrnukeppni.

„Ég sagði við leikmennina áður en við fórum í vítaspyrnukeppnina að við hefðum verið stórkostlegir í seinni hálfleiknum. Liðið beið eftir rétta augnablikinu."

„Ég verð að hugsa um þrjá leiki á sama tíma en leikmennirnir hugsuðu bara um þennan leik. Þeir voru stórkostlegir."

Tottenham gerði 1-1 jafntefli við Newcastle síðasta sunnudag. „Við reyndum að skipuleggja liðið með leikmönnum sem gátu spilað. Ég verð að hrósa Eric Dier á sérstakan hátt. Það ætti að vera bannað fyrir fótboltamenn að spila tvo leiki á 48 klukkustundum. Það sem hann gerði er ekki mannlegt."

„Mér hefur oft ekki gengið vel í vítaspyrnukeppnum en ég hafði góða tilfinningu fyrir því að það myndi allt ganga vel."
Athugasemdir
banner