Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   þri 29. september 2020 15:40
Ívan Guðjón Baldursson
Scott Parker ósáttur með ummæli Tony Khan
Mynd: Getty Images
Scott Parker, knattspyrnustjóri Fulham, er ekki ánægður með ákvörðun Tony Khan, eiganda Fulham, að tjá sig um tap liðsins gegn Aston Villa í gær á Twitter.

Khan afsakaði frammistöðu liðsins eftir 0-3 tap og lofaði framförum. Parker er ekki ánægður með ummælin, hann telur eigandann hafa sýnt leikmönnum liðsins vanvirðingu.

„Þegar þú átt knattspyrnufélag þá ræður þú hvernig þú kemur skilaboðum á framfæri. Þessi skilaboð hjálpuðu okkur ekki en eins og ég sagði þá ræður eigandinn hvernig hann tjáir sig," sagði Parker.

„Það er eitt sem olli mér vonbrigðum og það er að hann baðst afsökunar fyrir frammistöðuna. Það er eitthvað sem hann átti ekki að gera.

„Strákarnir lögðu sig alla fram í 95 mínútur í gær. Þrátt fyrir að vera þremur mörkum undir gerðu þeir allt í sínu valdi til að koma okkur aftur inn í leikinn."


Jamie Carragher og Roy Keane ræddu málin á Sky Sports í gærkvöldi. Þeir hlógu að frammistöðu Fulham í tapinu gegn Villa og ráðlögðu Tony Khan að þegja frekar en að tjá sig svona ógætilega á opinberum vettvangi.

Fulham er án stiga eftir þrjá fyrstu leiki úrvalsdeildartímabilsins, með markatöluna 3-10.

Sjá einnig:
Eigandi Fulham biður stuðningsmennina afsökunar
Athugasemdir
banner
banner