Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   þri 29. september 2020 20:15
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Þrjú lið berjast á báðum endum - Leikirnir sem liðin eiga eftir
Hvaða lið fara upp og hvaða lið fara niður?
Lengjudeildin
Keflavík er á toppnum með eins stigs forskot og leik til góða.
Keflavík er á toppnum með eins stigs forskot og leik til góða.
Mynd: Víkurfréttir - Hilmar Bragi
Leiknir er í öðru sæti...
Leiknir er í öðru sæti...
Mynd: Haukur Gunnarsson
Fram í þriðja sæti.
Fram í þriðja sæti.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Það er mikil spenna í Lengjudeild karla, bæði í baráttu um sæti í Pepsi Max-deildinni sem og í fallbaráttunni.

Öll lið deildarinnar eiga eftir að spila þrjá leiki fyrir utan Keflavík og Grindavík sem eiga eftir að mætast í frestuðum leik, og eiga því fjóra leiki eftir.

Svo virðist sem þetta sé þriggja liða barátta á báðum endum deildarinnar, þó Grindavík geti blandað sér í baráttuna um að fara upp að einhverju leyti með sigri gegn toppliði Keflavíkur í leiknum sem þeir eiga inni.

Staðan á toppnum:
1. Keflavík, 40 stig (18 leikir)
2. Leiknir R., 39 stig (19 leikir)
3. Fram, 39 stig (19 leikir)

Leiknir er með +26 í markatölu og Fram er með +16 í markatölu og því vinnur markatalan með Leiknismönnum.

Staðan á botninum:
10. Þróttur R., 12 stig (19 leikir)
11. Magni, 12 stig (19 leikir)
12. Leiknir F., 12 (19 leikir)

Þróttur er með -23 í markatölu, Magni með -24 í markatölu og Leiknismenn með -29 í markatölu.

Hvaða leiki eiga þessi sex lið eftir?

1. Keflavík
3. október gegn Leikni F. á heimavelli
10. október gegn Fram á útivelli
13. október gegn Grindavík á heimavelli
17. október gegn Magna á heimavelli

2. Leiknir R.
3. október gegn Víkingi Ó. á útivelli
10. október gegn Grindavík á heimavelli
17. október gegn Þór á útivelli

3. Fram
3. október gegn Þrótti R. á heimavelli
10. október gegn Keflavík á heimavelli
17. október gegn ÍBV á útivelli

10. Þróttur R.
3. október gegn Fram á útivelli
10. október gegn Aftureldingu á útivelli
17. október gegn Víkingi Ó. á heimavelli

11. Magni
3. október gegn Þór á heimavelli
10. október gegn Vestra á heimavelli
17. október gegn Keflavík á útivelli

12. Leiknir F.
3. október gegn Keflavík á útivelli
10. október gegn ÍBV á heimavelli
17. október gegn Grindavík á útivelli

Það eru spennandi dagar framundan í þessari skemmtilegu deild. Það er ekkert ráðið enn og það eru góðar líkur á því að þetta ráðist allt saman á lokadegi mótsins.
Athugasemdir
banner
banner
banner