Næstu þrír leikir ráða framtíð Amorim - Glasner, Southgate, Silva og Iraola orðaðir við Man Utd - Liverpool horfir til Araujo
Haraldur Freyr: Það er bara hálfleikur í þessu
Gunnar Heiðar um rauða spjald Diouck: Leiðinlegt að þurfa að fara í einhvern svona leik
Magnús Már: Það er gjörsamlega óásættanlegt
Viktor Jóns: Tók eftir því strax í vetur hvað býr í þessum gæja
Damir: Það er enginn skjálfti
Láki: Þetta réðst ekki hér
Lárus Orri kjarnyrtur „Berjast fyrir þessu og fara í svolítið fuck you mode"
Dóri Árna: Það er alveg rétt að stigasöfnun hefur verið rýr í síðustu deildarleikjum
Breki Baxter: FH leikurinn situr núna í okkur
Gummi Kristjáns léttur: Er að spila alltof aftarlega á vellinum
Túfa hefur ekki áhyggjur - „Alvöru menn taka mótlætið á kassann“
„Ekkert að rífa okkur upp til skýja fyrir að vinna Val hérna“
Valdimar Þór: Þurftum ekkert að elta þá út um allt
Sölvi eftir stórsigur á Meistaravöllum: Líst mjög vel á þetta gras hér í KR
Óskar Hrafn hugar að breytingum: Egó þjálfarans getur ekki verið að þvælast fyrir árangri liðsins
Davíð Smári: Ósáttur með að við skulum gleyma fyrir hvað við stöndum
Bjarni Guðjón: Það er gaman að vera Þórsari í dag
„Fullyrði að ekki nokkur leikmaður hefur bætt sig jafn mikið eftir þrítugt"
Rúnar: Þá tekur þú ekki besta leikmanninn í liðinu útaf
Hallgrímur Mar: Getum engum öðrum en sjálfum okkur um kennt
   fim 29. september 2022 13:30
Elvar Geir Magnússon
Eiður Smári: Förum svo í fimm úrslitaleiki eftir þennan úrslitaleik
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Á laugardaginn verður úrslitaleikur Mjólkurbikarsins á dagskrá þegar ríkjandi meistarar Víkings mæta FH. Eiður Smári Guðjohnsen, þjálfari FH, segir að frábær andi sé í sínu liði fyrir leikinn.

„Þetta leggst bara frábærlega í mig. Það er mikil tilhlökkun í okkur, mikil eftirvænting. Þetta hefur verið erfitt sumar fyrir okkur og frábært að geta boðið upp á þessa upplifun," segir Eiður Smári.

Aðdragandinn að þessum leik hefur verið nokkuð langur enda kemur hann strax eftir landsleikjaglugga. Eiður segir að það hafi hjálpað leikmönnum sem voru að glíma við einhver meiðsi.

„Það hefur verið fínt. Það eykur kannski aðeins eftirvæntinguna og biðina eftir leiknum. Það er gott fyrir nokkra leikmenn sem voru að glíma við smávægileg meiðsli eftir síðasta deildarleik að hafa fengið þennan tíma. Það er útlit fyrir að allir í hópnum verði klárir."

Eiður þekkir úrslitaleiki vel frá leikmannaferlinum en þetta er hans fyrsti úrslitaleikur sem þjálfari.

„Þetta er ný upplifun, ég hef farið í nokkra úrslitaleiki sem leikmaður en aldrei sem þjálfari. Þegar maður er í þessum bransa vill maður skilja eitthvað eftir fyrir félagið sem maður vinnur fyrir," segir Eiður.

Fimm umferðir eru eftir af Bestu deildinni og FH er í fallsæti. Sigur í bikarúrslitunum á laugardag gefur liðinu Evrópusæti og gott veganesti í fimm síðustu umferðir Íslandsmótsins.

„Það yrði risastórt fyrir okkur. Við erum ekki bara að fara í þennan úrslitaleik, við erum svo í kjölfarið að fara í fimm úrslitaleiki. Það væri gott að vera búnir að tryggja eitthvað eftirminnilegt fyrir þá leiki," segir Eiður.
Athugasemdir