Chelsea opnar viðræður við Milan - Saliba í samningaviðræðum - Bellingham til Dortmund?
Bjarni Jó: Blessaður vertu ég er búinn að vera í þessu í tæp 40 ár
Pablo Aguilera: Vissulega kalt fyrir mig komandi frá Spáni
Jóhann Birnir: Mér fannst það vera rautt spjald
Liam Daði: Höfum alla burði og getu til þess að vinna þessi stærri lið
Haraldur Freyr: Eðlilega pirraður en hvað hann sagði veit ég ekki
Venni: Miðað við aðstæður var þetta ótrúlega fallegt mark
Hemmi Hreiðars: Við þurfum að ná 90 mínútum eins og við tókum seinni hálfleik
John Andrews: Þrjú skot á markið og skoruðu tvö crazy mörk
Óli Hrannar: Brugðumst ekki vel við aðstæðum
Óskar Smári: Eins mikið haglél og ég hef séð frá því í nóvember
Úlfa Dís: Ég var mjög hissa
Siggi Höskulds: Litast af glötuðu veðri
Aldís: Við erum bara með bestu vörnina, það er bara þannig.
Katie Cousins: Höfum það sem til þarf
Anna Rakel: United bara, tek því
„Hefði getað sent en mig langaði svo rosalega mikið að skora"
Berglindi skemmt þegar henni var bent á áhugaverða staðreynd
Jón Óli: Stórkostlegar aðstæður
„Æsifréttamennska að mínu mati“ - Leikið í Grindavík á laugardag
Júlíus Mar: Eitthvað sem mig hefur dreymt um frá því ég kom til liðsins
   fim 29. september 2022 13:30
Elvar Geir Magnússon
Eiður Smári: Förum svo í fimm úrslitaleiki eftir þennan úrslitaleik
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Á laugardaginn verður úrslitaleikur Mjólkurbikarsins á dagskrá þegar ríkjandi meistarar Víkings mæta FH. Eiður Smári Guðjohnsen, þjálfari FH, segir að frábær andi sé í sínu liði fyrir leikinn.

„Þetta leggst bara frábærlega í mig. Það er mikil tilhlökkun í okkur, mikil eftirvænting. Þetta hefur verið erfitt sumar fyrir okkur og frábært að geta boðið upp á þessa upplifun," segir Eiður Smári.

Aðdragandinn að þessum leik hefur verið nokkuð langur enda kemur hann strax eftir landsleikjaglugga. Eiður segir að það hafi hjálpað leikmönnum sem voru að glíma við einhver meiðsi.

„Það hefur verið fínt. Það eykur kannski aðeins eftirvæntinguna og biðina eftir leiknum. Það er gott fyrir nokkra leikmenn sem voru að glíma við smávægileg meiðsli eftir síðasta deildarleik að hafa fengið þennan tíma. Það er útlit fyrir að allir í hópnum verði klárir."

Eiður þekkir úrslitaleiki vel frá leikmannaferlinum en þetta er hans fyrsti úrslitaleikur sem þjálfari.

„Þetta er ný upplifun, ég hef farið í nokkra úrslitaleiki sem leikmaður en aldrei sem þjálfari. Þegar maður er í þessum bransa vill maður skilja eitthvað eftir fyrir félagið sem maður vinnur fyrir," segir Eiður.

Fimm umferðir eru eftir af Bestu deildinni og FH er í fallsæti. Sigur í bikarúrslitunum á laugardag gefur liðinu Evrópusæti og gott veganesti í fimm síðustu umferðir Íslandsmótsins.

„Það yrði risastórt fyrir okkur. Við erum ekki bara að fara í þennan úrslitaleik, við erum svo í kjölfarið að fara í fimm úrslitaleiki. Það væri gott að vera búnir að tryggja eitthvað eftirminnilegt fyrir þá leiki," segir Eiður.
Athugasemdir
banner
banner