Færist nær því að yfirgefa Man Utd - Barca ætlar að kaupa Rashford - Newcastle hefur áhuga á Ederson
Hlín Eiríks: Kíktum í balletkennslu í gær í staðinn fyrir æfingu
Steini: Hún er bara orðin gömul og þreytt
Thelma Karen: Gærdagurinn eitt mesta bull sem ég hef lent í á ævinni
Emilía Kiær: Geggjaður bónus að geta fengið sitt fyrsta landsliðsmark
Birnir Snær: Það er alvöru framleiðsla í Garðabænum
Sjáðu það helsta úr ítalska: Napoli fór á toppinn og Albert skoraði
Sjáðu það helsta úr spænska: Real Madrid vann El Clasico
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
Heimir setur titlasöfnun til hliðar: Núna er að búa til eitthvað
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
Túfa um Val: Miðað við allt sem ég er búinn að gera á ég þetta ekki skilið
Aron Sig stendur við ummæli sín: Sjá allir að við erum að fara taka yfir
Elmar Atli sár og svekktur: Að taka þessa ákvörðun í þessari stöðu er óskiljanlegt
Var afskaplega drjúgur fyrir KR í úrslitaleikjunum
   fim 29. september 2022 13:30
Elvar Geir Magnússon
Eiður Smári: Förum svo í fimm úrslitaleiki eftir þennan úrslitaleik
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Á laugardaginn verður úrslitaleikur Mjólkurbikarsins á dagskrá þegar ríkjandi meistarar Víkings mæta FH. Eiður Smári Guðjohnsen, þjálfari FH, segir að frábær andi sé í sínu liði fyrir leikinn.

„Þetta leggst bara frábærlega í mig. Það er mikil tilhlökkun í okkur, mikil eftirvænting. Þetta hefur verið erfitt sumar fyrir okkur og frábært að geta boðið upp á þessa upplifun," segir Eiður Smári.

Aðdragandinn að þessum leik hefur verið nokkuð langur enda kemur hann strax eftir landsleikjaglugga. Eiður segir að það hafi hjálpað leikmönnum sem voru að glíma við einhver meiðsi.

„Það hefur verið fínt. Það eykur kannski aðeins eftirvæntinguna og biðina eftir leiknum. Það er gott fyrir nokkra leikmenn sem voru að glíma við smávægileg meiðsli eftir síðasta deildarleik að hafa fengið þennan tíma. Það er útlit fyrir að allir í hópnum verði klárir."

Eiður þekkir úrslitaleiki vel frá leikmannaferlinum en þetta er hans fyrsti úrslitaleikur sem þjálfari.

„Þetta er ný upplifun, ég hef farið í nokkra úrslitaleiki sem leikmaður en aldrei sem þjálfari. Þegar maður er í þessum bransa vill maður skilja eitthvað eftir fyrir félagið sem maður vinnur fyrir," segir Eiður.

Fimm umferðir eru eftir af Bestu deildinni og FH er í fallsæti. Sigur í bikarúrslitunum á laugardag gefur liðinu Evrópusæti og gott veganesti í fimm síðustu umferðir Íslandsmótsins.

„Það yrði risastórt fyrir okkur. Við erum ekki bara að fara í þennan úrslitaleik, við erum svo í kjölfarið að fara í fimm úrslitaleiki. Það væri gott að vera búnir að tryggja eitthvað eftirminnilegt fyrir þá leiki," segir Eiður.
Athugasemdir
banner