Mainoo fær nýjan samning - Goretzka og Gomes orðaðir við Man Utd - Bremer og Kerkez við Liverpool
banner
   fös 29. september 2023 09:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Heimild: Mbl.is 
Arnar um Lúkas Loga: Framtíðin er hans
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir

Lúkas Logi Heimisson gekk til liðs við Val frá Fjölni fyrir tímabilið en hann hefur ekki spilað margar mínútur í sumar.


Þessi tvítugi miðjumaður hefur komið við sögu í 23 leikjum í Bestu deildinni en aðeins þrisvar verið í byrjunarliðinu. Hann kom sterkur inn af bekknum þegar Valur sigraði Breiðablik í gær.

Hann fiskaði vítaspyrnu og lagði upp fjórða markið í 4-2 sigri. Arnar Grétarsson þjálfari Vals var spurður út í hann í viðtali hjá Mbl eftir leikinn.

„Það býr al­veg rosa­lega mikið í þeim strák. Stund­um er það þannig með unga leik­menn að við höf­um kannski ekki séð al­veg nægi­lega mikið af því á vell­in­um en hann er bú­inn að sýna okk­ur í allt sum­ar hvað hann get­ur á æf­ing­um. Þá er það bara tímaspurs­mál hvenær það kem­ur, hann var frá­bær þegar hann kom inná á móti KR og aft­ur í kvöld. Mér finnst síðustu inn­kom­ur hjá hon­um hafa verið mjög flott­ar, það hef­ur verið kraft­ur í hon­um og hann er bara frá­bær í fót­bolta. Ég er virki­lega ánægður fyr­ir hans hönd og hann á ör­ugg­lega eft­ir að gera meira af þessu á næst­unni, framtíðin er hans," sagði Arnar.

Lúkas var mikið í fréttum í aðdraganda skiptanna til Vals en hann fór m.a. í verkfall til að þvinga Fjölni til að losna við sig. Eftir að hann gekk til liðs við Val sagði hann að það hafi verið eina úrræðið að fara í verkfall.


Athugasemdir
banner
banner
banner