Sóknarmaðurinn Antoine Griezmann hefur verið að spila vel að undanförnu með Atletico Madrid.
Griezmann átti flottan leik í gær þegar Atletico vann sigur gegn Osasuna í spænsku úrvalsdeildinni, 2-0.
Hann er núna búinn að skora þrjú mörk í fyrstu fjórum leikjum sínum í spænsku úrvalsdeildinni á þessu tímabili.
Griezmann var spurður að því í viðtali eftir leikinn í gær hvort hann hefði gert eitthvað sérstakt til að spila svona vel, en hann svaraði þá í léttum dúr:
„Ég keypti sjálfan mig í Fantasy og það hefur hjálpað mér."
Í Fantasy leiknum velja menn sín draumalið þar sem leikmenn fá stig fyrir ýmis atriði eins og að skora mörk og halda hreinu. Slíkur leikur hefur er mjög vinsæll í ensku úrvalsdeildinni.
Athugasemdir